Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 91

Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 91
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 55 Á DVD Góða skemmtun Komnar í næstu verslun Frábært íslenskt efni í jólapakkann Strákarnir Í takt við tímann Eld snöggt með Jóa Fel 1 Svínasúpan Nýtt líf Dalalíf Löggulíf Jón Oddur og Jón Bjarn Rick Parry hjá Liverpool segir að markmið Liverpool um að blanda sér í slaginn um toppsæt- ið í úrvalsdeildinni sé raunhæft og segir Rafa Benitez vera rétta manninn til að stýra liðinu á sig- urbraut. „Við erum mjög ánægðir með störf Benitez og árangurinn sem hann hefur náð kemur okkur ekk- ert á óvart. Það er gaman að sjá hve vel leikmennirnir bregðast við kröfum hans og það er hungur og metnaður í hópnum. Við erum ánægðir með árangurinn í fyrra, en það eina sem vantar núna er að bæta við deildarmeistaratitlum. Liðið er óðum að verða sterkara og næstu ár verða mjög spennandi fyrir Liverpool,“ sagði Parry. Rick Parry hjá Liverpool: Verðum með í baráttunni FORMÚLA Fyrrum margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Þjóð- verjinn Michael Schumacher, sleppti því að taka sitt venju- bundna vetrarfrí í ár eins og hann hefur gert undanfarið og hefur þess í stað fylgst náið með prófun- um á Ferrari-bílnum og segist ekki geta beðið eftir að byrja að keyra á ný. Schumacher vann fimm titla í röð þar til hinn ungi Fernando Alonso hirti af honum titilinn í haust og nú er útlit fyrir að Schumacher ætli ekki að láta það endurtaka sig. „Ég þurfti ekki á neinu fríi að halda og langaði heldur ekki að fara í frí, svo að undirbúningur minn fyrir 2006 tímabilið er þegar hafinn,“ sagði Schumacher ákveðinn. „Mig lang- aði að fara strax aftur að keyra og ég hlakka til að byrja,“ bætti hinn 36 ára gamli ökumaður við. Formúla 1: Ekkert frí hjá Schumacher MICHAEL SCUMACHER Ætlar að endur- heimta heimsmeistaratitil ökumanna á næsta tímabili. Sænski kylfingurinn Annika Sör- enstam varð í dag fyrsta konan til að hljóta hina virtu nafnbót kylfingur ársins hjá íþróttafrétta- mönnum tvisvar á ferlinum, en það hefur ekki gerst áður í 55 ára sögu verðlauna þessara. Sören- stam hefur fyrir löngu sannað sig sem langbesti kvenkyns kylfingur heims og hafði mikla yfirburði í ár. Sörenstam vann verðlaunin síðast fyrir tveimur árum, en hún hlaut þau í ár eftir harða sam- keppni við Colin Montgomerie og Michael Campbell. Annika Sörenstam: Komin í sögu- bækurnar ANNIKA SÖRENSTAM Hefur verið valin kylfingur ársins. HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveð- ið að framlengja samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gross- wallstad og mun hann skrifa undir tveggja ára samning á næstum dögum. Í samningnum er að finna ákvæði sem segir að Einar geti verið keyptur frá félaginu frá og með næstu jólum en mörg af stærstu liðum Þýskalands höfðu verið að bera víurnar í Einar. „Þessi lið gerðu aldrei neitt meira en að lýsa yfir áhuga. Ég fékk aldrei formlegt tilboð og þau voru greinilega ekki tilbúin að bjóða í mig. Og ég vildi ekkert vera að láta hafa mig að fífli þrátt fyrir að einhver stórlið væru að bíða eftir mér og vildi ekki missa af þessum samning við Gross- wallstad,“ sagði Einar við Frétta- blaðið í gær og bætti því að um mjög viðunandi samning væri að ræða. Flensburg, Magdeburg, Hamburg og Gummersbach eru á meðal þeirra liða sem höfðu litið til Einars en hann hefur vaxið mjög á þeim tveimur árum sem hann hefur spilað fyrir Gross- wallstad. Einar lenti upp á kant við þjálf- ara sinn fyrir skemmstu og þurfti að dúsa stærstan hluta nokkurra leikja á bekknum. Hann er nú hins vegar byrjaður að spila á fullu á ný og segir þau mál úr sögunni. „Ég og þjálfarinn höfum rætt saman og það er allt í góðu. Ég er mjög ánægður með að vera búinn að ganga frá þessu og þetta er nið- urstaða sem allir eru sáttir við.“ Handknattleiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson: Framlengir við Grosswallstad EINAR HÓLMGEIRSSON Ætlar að framlengja samning sinn við Grosswallstad um tvö ár en hefur þó ekki gefið upp bátinn á að ganga til liðs við stærra félag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.