Réttur


Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 5

Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 5
RÉTTUR 245 ráðast á mannfj ölda, nema hann hafi áður á löglegan hátt skipað þeim mannfjölda að sundrast, af því upphlaup hafi orðið. Ef lögreglustjóri lætur lögreglumenn ráðast á mannsöfnuð án þessa, þá er þar um ofbeldisárás lögreglumanna að ræða á þegnana og tröðkun á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar af hálfu yfirvaldsins. Hvað upplýstist í þeirri réttarrannsókn, er fór fram út af at- burðunum 30. marz, um framkomu lögreglustjóra í þessu atriði, — og skal þess þó getið strax eins og ég mun síðar reyna að sanna, að dómarinn virtist síður en svo vera að rannsaka, hvort um nokkra sök sé að ræða hjá lögreglustjóra? í fyrsta lagi upplýsist það svo óvéfengjanlega, að enginn, lög- reglustjóri heldur ekki, reynir fyrir réttinum að halda því fram að skorað hafi verið á mannfjöldann að sundrast áður en tvær fyrstu atlögur lögreglunnar og hvítliðsins eru gerðar, en í þeim er beitt kylfum. Það var hvorki löglega né ólöglega skorað á mannfjöldann að sundrast, heldur alls ekki skorað á hann að sundrast, bara ráðist á hann og er slíkt beint brot á refsilögunum XIII. kafla. Virðist lögreglustjóri hafa álitið, að nóg væri að gera tilraun til slíkra ráðstafana, ef táragasi skyldi beita, og er það rangt álit. Aðvörun ber að gefa áður en nokkru ofbeldi er beitt við mannsöfnuð. En dómarinn rannsakar aldrei, hvort lögreglu- stjóri hafi gegnt þeirri skyldu sinni að aðvara löglega áður en þessar árásir voru hafnar. Hann virðist hafa verið haldinn af sömu röng'u hugmyndinni og lögreglustjórinn og taka jafn lítið tillit til réttar fólksins, er safnast saman, og ákvæða refsilaganna. í öðru lagi er svo gasárás lögreglumanna og hvítliðsins, sem stofnaði heilsu og lífi friðsamra borgara í hættu og framkoma lögreglustjóra gagnvart almenningi í sambandi við hana. Gasárásin 30. marz er fyrsta dæmið á íslandi um notkun gas- sprengna gegn mannsöfnuði, sem saman er kominn af stjórnmála- legum orsökum. Það er því um að ræða beitingu táragass gagnvart fólki, sem stendur á grundvelli fundafrelsisákvæða stjórnarskrár- innar. Dómara bar því að vera sérstaklega á verði um að gæta hér réttar almennings og rannsaka til hlítar, hvort um misbeitingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.