Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 11

Réttur - 01.10.1950, Síða 11
RÉTTUR 251 anleg jafnrétti þegnanna fyrir dómaranum. Dómari, sem þannig lýtur framkvæmdarvaldi valdsmannanna, brýtur þá grundvallar- reglu stjórnarskrárinnar, að dómsvaldið skuli vera óháð fram- kvæmdarvaldinu. Ég læt nú útrætt um lögreglustjóra og afstöðu dómarans gagn- vart lögbrotum hans. Ég hef rætt það svo ýtarlega, vegna þess að í því máli lá nokkur rannsókn fyrir, þótt tilviljanakennd og lítt ýtarleg væri. En um þá valdsmenn aðra, sem ég óskaði eftir, að yfirheyrðir yrðu, með yfirlýsingu minni fyrir réttinum 8. apríl: ráðherrana og formenn stjórnarflokkanna, gildir öðru máli. Krafa mín fyrir réttinum 8. apríl um að þessir nefndu menn væru teknir til yfirheyrslu, var krafa um óháða og hlutlausa rannsókn málsins. Sú staðreynd, að þessir nefndu menn höfðu ekki verið teknir til yfirheyrslu, en hinsvegar margir menn, er til- heyrðu verkalýðssamtökunum, lagðir í einelti, var ein höfuðrök- semd mín fyrir því, að dómstóllinn væri ekki óháður og hlutlaus, og fyrir slíkum rétti myndi ég ekki svara. Væru hinsvegar þessir nefndu menn teknir til yfirheyrslu, kvaðst ég myndu svara spurn- ingum réttarins. Ég lagði áherzlu á það fyrir réttinum, að ég bæri þá kröfu fram, sem í yfirlýsingu minni fólst, sem formaður þingflokks Sósíalista- flokksins, m. ö. o. sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi, einn af þeim, er samið hefur og sett þá stjórnarskrá lýðveldisins, sem dómsvaldinu ber að starfa samkvæmt. Það var hægur vandi fyrir dómarann að verða við þessari kröfu » og tryggja álit réttarins sem óháðs og hlutlauss dómstóls, er leit- aðist við að komast að réttri og sannri niðurstöðu án alls mann- greinarálits. Það þurfti aðeins að kalla þessa sjö menn, er ég nefndi, til yfirheyrslu og rannsaka þær sakargiftir, sem gegn þeim voru bornar fram opinberlega m. a. á Alþingi í þingskjali. En dómarinn kallar þessa menn aldrei fyrir sig. Hann hreyfir ekki við að rannska framferði þessara valdsmanna, sem af fjöl- mörgum borgurum landsins, innan Alþingis og utan, voru taldir eiga sökina á atburðunum 30. marz.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.