Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 18

Réttur - 01.10.1950, Side 18
258 RÉTTUR r~ Með framferðinu í rannsókn og dómum út af 30. marz er dóm- stóllinn gerður að tæki valdsmanna til ofsóknar gegn fólkinu, * sem stendur á sínum rétti samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Samkvæmt anda stjórnarskrárinnar er dómstóllinn vörður um réttindi einstaklingsins og fjöldans gagnvart valdsmönnunum sem öðrum. Með framferðinu í rannsókn og dómum út af atburðunum 30. marz er dómstóllinn gerður að skálkaskjóli fámennrar, en auðugr- ar og spilltrar höfðingjastéttar, sem bruggar sjálfstæði þjóðarinnar fjörráð, en er samkvæmt rannsóknaraðferðunum 1 þessu máli upp yfir það hafin að vera yfirheyrð fyrir gerðir sínar. Ég álít, að slík misnotkun rannsóknar- og dómsvaldsins sé vanvirða við dómsvaldið, brot á mannréttindum, lögum og stjórn- arskrá. Alvarleg ásökun mín til réttarins 8. apríl, — sem í fólst viðvörun og vantraustsyfirlýsing, sem ég þó var reiðubúin til að endur- skoða, ef dómarinn bætti ráð sitt og rannsakaði málið sem óháður og hlutlaus dómari, — hefur því haft við fyllstu rök að styðjast. Með tilvísun til framanritaðra röksemda, geri ég þær réttar- kröfur, að ég verði sýknaður af öllum kröfum réttvísinnar í máli þessu og dæmd hæfileg málsvarnarlaun að mati réttarins. Reykjavík, 12. desember 1950. Einar Olgeirsson.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.