Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 19

Réttur - 01.10.1950, Side 19
RÉTTUR 259 Kóreustyrjöldixt — aðdragandi og upphaf Víðs fjarri íslandi, hinum megin á hnettinum, hefur mánuðum saman geisað blóðug styrjöld í Kóreu. Þótt styrjaldarvettvangur- inn gæti varla verið fjarlægari óttast menn að þessi átök kunni einnig að móta örlög íslands. í huga hvers manns hefur undanfarna mánuði vakað sú spurning sem öllum öðrum er geigvænlegri: Eru fallbyssudrunurnar í fjöllum Kóreu forleikur þriðju heims- styrj aldarinnar. Bandaríkin hafa fyrirskipað flestum fylgiríkjum sínum að taka virkan þátt í styrjöldinni í Kóreu. Um allan heim bíða mæður og eiginkonur skelfdar og örvilnaðar eftir fréttinni um að nú hafi ástvinur þeirra dáið „hetjudauða.“ Kóreustríðið hefur orðið tilefni margföldunar á vígbúnaði, æ fleiri æsltumenn eru kallaðir til herþjónustu, æ meiri orka er notuð til að framleiða vígvélar og morðtól. Nú er ekki lengur tími til að lækna svöðusár síðustu heimsstyrjaldar — getu þjóð- anna er beitt til að undirbúa þá næstu. Enn á ný hækka matvæli í verði dag frá degi, húsnæði og aðrar lífsnauðsynjar. Að tjaldabaki eru auðugir og voldugir menn öxm- um kafnir við að skipuleggja gróðann af styrjöldinni — og þeir græða. Síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk hafa þeir aldrei unað hag sínum eins vel, „friðarhættan" hefur aldrei verið minni, eins og þeir orða það, en óttinn við frið hefur verið jafn ríkur

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.