Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 27

Réttur - 01.10.1950, Síða 27
RÉTTUR 267 fyrirætlanirnar höfðu mistekizt. í syðstu héruðunum hafði komið til mjög víðtækra bændauppreisna. í maí hafði tilfinnanlegur hluti hersins við 38. breiddarbaug hlaupizt yfir til norðurmanna. Þeir neituðu að berjast gegn alþýðuhernum og löndum sínum fyrir norðan. Hin fyrirhugaða árás hafði breytzt í innri átök. Engu að síður kom til átaka við landamærin, sökum þess að ekki tókst að hemja þá sem æstastir höfðu beðið árásarinnar. Þær fréttir bárust út um allan heim að Suðurkóreumenn hefðu 25. júlí 1949 hertekið fjallasvæði fyrir norðan 38. breiddarbaug. Og 5. ágúst skýrði herstjórn Suðurkóreu frá því að her Norðurkóreu hefði tekið tvo staði „fyrir norðan 38. breiddarbaug,“ sem sunn- anmenn höfðu þannig tekið áður. Um þessa bardaga var einnig fjallað í skýrslu sem Kóreunefnd sameinuðu þjóðanna sendi til aðalstöðvanna. En árásin rann í heild út í sandinn. Bandaríkin töldu hana von- lausa og kröfðust þess að hætt yrði við fyrirætlanirnar þar til tekizt hefði að koma á ró í Suðurkóreu sjálfri. Það varð einnig að hreinsa til í hernum. Næstu vikur á eftir voru 55 suðurkóreskir herforingjar og hermenn skotnir fyrir samband við „fjandmenn- ina“ — og meira en 15.000 hermenn voru sendir heim úr hernum, þar sem þeir væru „ónothæfir". 15. ágúst var komið á 20 kílómetra breiðu lokuðu bannsvæði við 38. breiddarbraug á meðan undir- búin var sókn til að „útrýma“ bændaskæruliðunum í Suður- kóreu. Þar með var lokið fyrsta áfanga í árásarundirbúningi Syngman Rhee og klíkubræðra hans. En áætlanirnar voru geymd- ar en ekki gleymdar. Undirbúningur hafinn á ný Eftir að tekizt hafði að koma á sæmilegri ró innanlands með gegndarlausum morðum og ofbeldi, og endurskipulagningu hers- ins var lokið, sneri Syngman Rhee sér enn að fyrri áætlun- um. í Seoul fundust bréf frá haustinu 1949 sem tala sínu skýra máli. 30. september sendi leppforsetinn bréf um áætlanir sínar til Bandaríkjamannsins dr. Robert Oliver, sem var meðalgöngu-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.