Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 29

Réttur - 01.10.1950, Page 29
RÉTTUR 269 „Ef vér hefðum mátt fara að eigin óskum, er ég sannfærð- ur um að vér hefðum þegar hafizt handa. En vér höfum neyðzt til að bíða þar til þeir (Bandaríkjamenn) eru reiðu- búnir. Þeir segja í sífellu við oss: „Nei, nei, bíðið. Þið eruð ekki enn tilbúnir." Vér erum nægilega sterkir til að hefja sókn og taka Pyongyang á örfáum dögum.“ Bandarísku ráðgjafarnir lögðu hins vegar enn áherzlu á að berja niður hina sívaxandi skæruliðastarfsemi í Suðurkóreu. í heilum sveitum voru íbúarnir fluttir burt með valdi til þess að hægt væri að vinna á skæruliðunum fyrir veturinn. En árangur- inn varð ekki í samræmi við erfiðið. Jafnvel peningaseðlarnir til taks Einnig á öðrum sviðum undirbjuggu styrjaldarseggir Suður- kóreu styrjöldina norður á bóginn. Meðal skjalanna í Seoul voru leyniplögg pólitísku lögreglunnar. í þeim var t. d. ýtarleg árs- áætlun um njósnir og skemmdarverk í Norðurkóreu árið 1950. Meðal annars fá fimmtuherdeildarmennirnir þessi fyrirmæli: „Eyðileggja brýr, spilla vatnsveitum, setja farþega- og flutningalestir af sporunum, eyðileggja samgöngukerfið, eyðileggja verksmiðjur og mikilvægar opinberar byggingar, útvarpsstöðvar, ritstjórnarskrifstofur, prentvélar, kveikja í íbúðarhúsum, félagsheimilum, lestrarsölum og skólum .... “ Sérstök áherzla var lögð á að reyna að eyðileggja byggingu alþýðuráðsins í Pyongyang, eyðileggja stjórnarskrifstofur og myrða ráðherra og flokksleiðtoga Norðurkóreu. Morðaðferðirrtar voru einnig ræddar ýtarlega. T. d. var stungið upp á því „að drepa fólk með eitrun matvæla og drykkjarvatns." Einnig var gerð áætlun um nýtízku tortímingaraðferðir, m. a. stungið upp á því að „dreifa baktcríum í formi lyfja!“ Stjórn Syngman Rhees hafði ekki heldur vanrækt að undirbúa sjálfa valdatökuna í Norðurkóreu. í hvelfingu ríkisbankans í Seoul fundu yfirvöld Norðurkóreu geysilegar birgðir af peningaseðlum sem stjórn Syngmans Rhees hafði látið prenta — til að nota í

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.