Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 31

Réttur - 01.10.1950, Side 31
RÉTTUR 271 „Upphaf jákvæðra aðgerða" Og nú líður að úrslitum. Um miðjan júní 1950 kom sérfræðingur Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, John Foster Dulles, til Japan ásamt Johnson hermálaráðherra og Bradley formanni herráðsins. Eftir ýtarlegar viðræður þessara æðstu manna bandaríska hersins við MacArthur hélt John Foster Dulles áfram til Kóreu. 19. júní hélt hann ræðu á þingi Suðurkóreu og sagði m. a.: „Rauðliðar munu missa völdin í Norðurkóreu .... Þeim verður ekki hlíft né við þá samið .... Bandaríkin eru reiðubúin til að láta Suðurkóreu í té allan nauðsynlegan stuðning, efnislegan og siðferðilegan, í baráttunni gegn kommúnismanum .... “ Um sömu mundir sendi bandarísk fréttastofa frá sér mynd sem birt hefur verið um allan heim, þar sem Dulles sést í könnunarferð í skotgröfum við 38. breiddarbaug, ásamt sendiherra Bandaríkj- anna í Suðurkóreu, Muccio, og herráði Suðurkóreu. „Það er varla nokkur af meðlimum öryggisráðsins sem ímyndar sér að Dulles og Muccio hafi eingöngu verið að tína fjólur í skotgröfunum,“ sagði Malik, fulltrúi Sovétríkjanna, í Öryggisráðinu. 3. ágúst. 21. júlí fór Dulles aftur frá Kóreu. í kveðjuræðu sinni komst hann þannig að orði: „Kórea stendur ekki ein .... viðtöl mín við MacArthur hershöfðingja eru upphaf jákvæðra aðgerða." 25. júní hófst Kóreustyrjöldin. Tveir æðsfu embæffismenn Suðurkóreu bera vifni Enn skulu leiddir sem vitni tveir æðstu embættismenn Suður- kóreu. Kim I Sek, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem áður hefur verið vitnað til, hefur skýrt þannig frá síðasta aðdraga styrjald- arinnar: „Eins og kunnugt er fór Syngman Rhee til Japan s.l. vor í boði MacArthurs. Þar var honum skipað að fela Mac-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.