Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 36

Réttur - 01.10.1950, Page 36
276 RÉTTUR Kóreu á fundum stórveldanna á stríðsárunum og á utanríkisráð- herrafundinum í Moskvu 1945. í ályktun Moskvufundarins var komizt þannig að orði: „Til þess að aðstoða við myndun bráðabirgðastjórnar í Kóreu og til að framkvæma þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru, skal stofnuð sameiginleg nefnd, skipuð fulltrúum banda- rísku herstjórnarinnar í Suðurkóreu og sovétherstjórnarinn- ar 1 Norðurkóreu. Við framkvæmd þessara aðgerða skal nefndin hafa samráð við lýðræðisflokka Kóreu og önnur samtök alþýðunnar.“ Þessi samþykkt var rofin af Bandaríkjunum sem stofnuðu ríki í Suðurkóreu þrátt fyrir eindregin mótmæli Sovétríkjanna. í samræmi við þetta neituðu Sovétríkin að taka þátt í hinni svo- nefndu Kóreunefnd sameinuðu þjóðanna, sem stofnuð var að frumkvæði Bandaríkjanna 1947 til að dylja samningsrofin. Þessi Kóreunefnd hefur verið algert verkfæri Bandaríkjanna, eins og minnzt var á hér að framan. Enda var „skýrsla" hennar um upphaf styrjaldarinnar einhliða yfirlýsing leppstjórnarinnar í Suðurkóreu; nefndin sjálf gerði enga tilraun til að kynna sér málá- vöxtu og meta þá á sjálfstæðan hátt. 38. breiddarbaugur Það er þannig staðreynd, staðfest með sameiginlegri yfirlýsingu stórveldanna, að Kór'verjar eru ein þjóð og að mynda eigi eina stjórn fyrir allt landið. í samningum stórveldanna var einnig ákveðið að mörkin milli hernámssvæða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna skyldu verá 38. breiddarbaugur — það er að segja algerlega tilviljunarkennd markalína, sem hvorki á landfræðilegar, þjóðernislegar né efna- hagslegar forsendur, og aðeins er dregin upp til bráðabirgða. Þetta sýnir enn betur hversu fráleitt samningsrof það var, þegar Banda- ríkin stofnuðu suðurkórverskt ríki með 38. breiddarbaug sem landamæri.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.