Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 38

Réttur - 01.10.1950, Side 38
278 RÉTTUR Þróunin í Norðurkóreu Hér er ekki rúm til að rekja svo nokkru nemi hin stórbrotnu afrek íbúa Norðurkóreu meðan þeir fengu að vinna í friði, enda hafa afturhaldsblöðin ekki reynt að bera brigður á hinar stórstígu framfarir. Jörðinni sem áður var í höndum gósseigenda var skipt á milli fátækra bænda og vinnumanna. Verksmiðjur, samgöngu- tæki, bankar og auðlindir var tekið úr höndum fárra gróða- brallsmanna og þjóðnýtt. Framleiðsluaukningin varð mjög stór- felld, allir höfðu atvinnu, og tveim milljónum Kórverja sem flýðu að sunnan síðan 1945 var tekið opnum örmum. Meðan Japanir drottnuðu yfir landinu var kórverska bönnuð, en nú* voru í flýti stofnaðir 16 æðri skólar og 12.000 alþýðuskólar með yfir milljón nemenda. Allir vildu læra að lesa og skrifa móðurmálið. Kórverska varð þegar opinbert mál í Norðurkóreu, þótt MacArthur þyldi aðeins ensku á sínu hernámssvæði. Kjör almennings bötnuðu fljótt og jafnframt voru gerðar víð- tækar áætlanir um endurreisn landsins. Grundvöllurinn undir stjórn landsins voru athafnanefndir alþýðunnar, kosnar í almenn- \un, leynilegum kosningum. Fersk, þjóðleg öfl voru kvödd til starfa í Norðurkóreu á sama tíma og MacArthur og Syngman Rhee studdust fyrst og fremst við þá embættismenn sem verið höfðu kvislingar Japana. Frá verkamönnum og bændum Norðurkóreu hefur komið frum- kvæðið að hinni þjóðlegu baráttu fyrir sameiningu landsins. Aftur og aftur hafa flokkar og alþýðusamtök Norðurkóreu snúið sér til valdamanna Suðurkóreu með tillögur um sameiningu alls landsins. Svörin hafa ævinlega verið þverleg neitum. Síðasta tilraunin var gerð í júní í ár, rétt áður en styrjöldin hófst, og voru sendi- menn Norðurkóreu þá teknir höndum og fangelsaðir. En fólk Suðurkóreu fylgdist með framförunum og aðstæðunum í Norðurkóreu. Árið 1948 ákváðu fulltrúar alþýðusamtaka um allt landið að efna til allsherjarkosninga í ágúst sama ár. Var kosið um einingu þjóðarinnar og lýðræðislega endurreisn hennar. Syngman Rhee bannaði Suðurkóreumönnum að taka þátt í kosn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.