Réttur


Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 40

Réttur - 01.10.1950, Qupperneq 40
280 RÉTTUR sífelldum innköllunum í herinn og að morð og ofbeldi séu daglegir viðburðir, þar sem ríkislögregla Syngman Rhees lætur til sín taka. Bandarískur blaðamaður kvartaði við háttsettan embættismann um hina svonefndu „kjötúthlut- un“ — en það er gamall siður sem merkir að lík manna sem teknir hafa verið af lífi eru höfð til sýnis fyrir utan heimili aðstandendanna. Embættismaðurinn lýsti yfir því að hann sæi ekkert rangt við þetta — „þetta eru bara kommún- istahræ“, sagði hann. Sökum sívaxandi óvinsælda hefur stjórn Suðurkóreu í vaxandi mæli orðið að beita lögreglu sinni. Síðustu tvö árin hafa verið tímabil stöðugs lögregluofbeldis. í fangels- um Suðurkóreu voru um 40.000 pólitískir fangar þegar stríðið skall á. Margir hinna fangelsuðu voru pyndaðir til dauða, en aðrir voru skotnir „á flótta“ og lík þeirra sett til aðvörunar fyrir framan hús annarra stjórnmálamanna sem andstæðir voru stjórninni." Alþjóðasamband verkalýðsins sendi nefnd til Suðurkóreu og taldi hún að í fangabúðum væru 87.000 manna. Tala þeirra sem myrtir hefðu verið var áætluð 150.000 frá 1945 þar til stríðið skall á. I baráttu sinni „gegn kommúnismanum" notaði stjórnin tæki- færið og barði niður allt lýðræði, enda er það um allan heim ein- kenni þeirrar heilögu baráttu. Verklýðsfélög voru bönnuð og leiðtogar þeirra fangelsaðir. Lífskjör verkamanna urðu því hin ömurlegustu og vinnutíminn 10—14 stundir á dag. Bændasamtök, æskulýðssamtök og menningarfélög hafa verið bönnuð. Af 11 flokkum voru 9 bannaðir, meðal þeirra sósíaldemókrataflokkurinn, en fyrri formaður hans Lyeng Wung Heng var myrtur í síðustu „kosningum" Syngman Rhees. Núverandi formaður flokksins, Te Sen Chan, sendi frá leynilegum bækistöðvum sínum ávarp eftir að stríðið skall á þar sem hann skoraði á flokksbræður sína um allan heim að koma til hjálpar gegn „bandarísku heimsveldissinnunum og lepp þeirra Syngman Rhee sem ætla að gera Suðurkóreu að nýlendu og íbúa hennar að þrælum." Dæmi um bandarískt lýðræði Að sjálfsögðu varð leppurinn Syngman Hhee að halda kosningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.