Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 47

Réttur - 01.10.1950, Page 47
RÉTTUR 287 En Bandaríkin fengust ekki heldur til að fallast á þessa tillögu. Þau vildu ekki hlusta á fulltrúa 500 milljóna Kínverja. Þau vildu ekki yfirheyra fulltrúa kórversku þjóðarinnar af ástæðum sem raktar voru í upphafi þessarar frásagnar. Og þau vildu umfram allt ekki að styrjöldin í Kóreu væri stöðvuð og erlendir herir fluttir brott. Truman hló Þegar Truman birti yfirlýsingu sína 27. júní um hernaðarlega íhlutun í innanlandsmál Kóreu, Kína og annarra Asíuþjóða, boð- aði hann þá stefnu sem síðar birtist í Öryggisráðinu. Þeir atburðir höfðu verið undirbúnir lengi og vandlega. Nú hófu Bandaríkin beinar styrjaldaraðgerðir. Samsærismennirnir þóttust hafa himin höndum tekið. Blöðin komust þannig að orði 28. júní: „Truman var í góðu skapi og hló framan í blaðamennina sem þyrptust utan um hann þegar hann yfirgaf Hvíta húsið.“ Og með mikilli hrifningu var lýst hinum nýju gleðitímum: „í fyrsta sinn síðan annarri heimsstyrjöldinni lauk eru sprengjuflugvélar vorar og árásarvélar þessa næturstund á árásarferðum fjarri ströndum vorum.“ Bandaríkjamenn hafa jafnað við jörðu allar borgir Kóreu. Þeir hafa myrt tugi þúsunda varnarlausra kvenna og barna. Þeir hafa gert samfelldari og stærri loftárásir en Rotterdam, Coventry, Var- sjá og Berlín urðu nokkurn tíma að þola. Þeir hafa fært Kórverjum meiri dauða, tortímingu og skelfingar en jafnvel hernám Japana. . — „Truman var í góðu skapi og hló framan í blaðamennina." Sérslæff framfag Það var ekki tilgangur þessarar frásagnar að rekja sögu styrjald- arinnar sjálfrar, enda er hún flestum í fersku minni. Þó er ástæða til að vekja athygli á því að öll þróun styrjaldarinnar sýnir glöggt að meginþorri Kórverja hefur barizt gegn hinni erlendu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.