Réttur


Réttur - 01.10.1950, Side 50

Réttur - 01.10.1950, Side 50
PALMIRQ TOGLIATTI: Lgósmynd af liðhlaupa (Eftirfarandi bréf P. T. um brottrekstur Ignazio Silones úr Kommúnistaflokknum birtist í „L’Unita," málgagni Kommúnistaflokks Ítalíu, 6. 1. 50 og er íslenzkað eftir þýðingu í „Labour Monthly". Kæri herra! í september-októberhefti tímaritsins Communita árið 1949 birtuð þér grein eftir Ignazio Silone undir nafninu „Undankoma í neyð“. Ef ég skil rétt, þá er hún tekin úr fyrirhugaðri syrpu* nokkurra kommúnistiskra liðhlaupa, þ. e. a. s. höfunda eins og Gides, Koestlers og Silones sjálfs, sem eitt sinn voru kommúnistar eða áhangendur þeirrar stefnu, en hafa nú gerzt andkommúnistar. Eftir því að dæma sem ég hef lesið, þá er megintilgangur þessarar syrpu sá, hvað suma höfundana snertir, að sýna fram á, að þeir sem falli frá kommúnisma öðlist alveg sérstakt ásigkomulag hugarins, sem ekki breytist þaðan í frá, en fyrir öðrum vakir að sanna, að einhverjar sérstakar eðliseigindir hafi skapað þeim þessi forlög. Þetta eru athyglisverðar staðhæfingar, og ég neita því ekki, að nokkurt skjall kunni að felast í þeim um okkur kommúnista. Ef kommúnisminn væri ekki alvar- leg stjórnmálahreyfing og orkaði ekki djúpt á hugsana- og viljalíf okkar, þá mundum við hvorki — eins og raun er á — vera vissir um sigur hennar, né heldur hafa getað gefið * Guðinn sem brást.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.