Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 51

Réttur - 01.10.1950, Page 51
RÉTTUR 291 landi okkar menn eins og Antonio Gramsci og þúsundir ótrauðra frelsishetja, hvað þá að nokkur maður í röðum okkar hefði áhuga fyrir sálarlífi þeirra er svíkjast þar und- an merkjum. Það væri þá engin freisting, að rannsaka þær hvatir, sem leiddu þennan dugandi formælanda hugmynda okkar, sem eitt sinn var, til að yfirgefa flokk sinn, ganga svo aftur í hann skömmu síðar, gerast einn af forystu- mönnum hans, ganga úr honum á ný, bíða á þröskuldinum og hvarfla síðan fram og aftur eftir átt þeirra vinda, sem feykja ráðherrum í stóla sína og úr þeim á víxl? Auk þessa aðaltexta í umræddri grein er svo vikið í viss- um samböndum að persónu minni og athöfnum. Þar eru staðhæfingar, sem.snerta þá afstöðu er Silone tók í Komm- únistaflokknum á þeim tíma, þegar ég var ábyrgasti for- ystumaður hans. Ég hef því rétt til að svara á opinberum vettvangi, eða réttara sagt til að birta nokkrar leiðrétting- ar. Ég býst við að ég þurfi ekki að leita aðstoðar prent- frelsislaganna til þess að fá dálítið rúm í dálkum yðar, þar sem góðvild yðar og áhugi fyrir pólitískum rökræðum muni tryggja mér það. Enda kemur þá einnig til greina, að með því að nota mér þennan sjálfsagða rétt til svars, get ég lagt fram nokkum skerf til rannsóknanna á hinu sér- kennilega sálarlífi kommúnistiskra liðhlaupa, en af þeim er Silone án efa einn hinn merkasti. Ég skal ekkert sérstakt segja um þá atburði í æsku Silones (en þá kölluðum við hann reyndar Pasquini og réttu nafni hét hann Tranquili) sem skipuðu honum í flokk ör- eigabyltingarmanna. Hann gekk að meira eða minna leyti hina sömu braut og flestir baráttumenn okkar. En mikils- verðasta skrefið er þar stigið frá hinum almennu óskum um réttlæti gagnvart verkalýðnum til vitundarinnar um það, hvérnig hinn byltingarsinnaði stjórnmálaflokkur verkalýðs- stéttarinnar verður að vera, eins og aðstæðum er nú háttað. Þó hafa hlutimir orðið talsvert auðveldari fyrir Ignazio Silone. Hann gekk að vísu ekki úr flokki okkar, heldur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.