Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 52

Réttur - 01.10.1950, Síða 52
292 RÉTTUR var hann rekinn úr honum. Það var því ekki hans ákvörð- un, að hann ætti ekki heima í okkar flokki; það vorum við sem drógum þá ályktun af langri reynslu, að hann skorti ekki aðeins hæfileika foringjans heldur venjulegs óbreytts hðsmanns í Kommúnistaflokknum. Og ég vildi mega taka það fram nú þegar, að ég á hér við frumskilyrðin ein um heiðarleik og hreinskilni gagnvart þeim félagsskap, sem maður tekur þátt í, og hollustu við þann málstað, sem sá félagsskapur berst fyrir. Ég sleppi þeim þætti, sem fjallar um þann vanda er kommúnistaflokkum ýmsra landa bar að höndum á þeim tímamótum þegar Comintern var stofnað. Þar sem hér var um að ræða alþjóðasamband kommúnista eins og nafnið ber með sér, þá gat það ekki orðið samkoma endurbótasinna, stjómleysingja á baráttuvettvangi verklýðsfélaga, öfga- manna, tækifærissinna og sljórra menntamanna. Það var nauðsynlegt að velja og þjálfa nýtt pólitískt forystulið hinnar alþjóðlegu verklýðshreyfingar og það hefur aldrei tekizt og mun aldrei takast án harðvítugra stjómmála- átaka. Ég vil þegar fara nokkmm orðum um þann atburð, sem Silone telur í ritgerð sinni að valdið hafi úrslitum og segir af hneykslissögu, en það er fundur hinnar stækkuðu fram- kvæmdanefndar Comintern í maí 1927. Staðreyndirnar em þær sem Silone skýrir frá, (ef undan er skilin smá ónákvæmni í nokkrum atriðum, sem ég skal ekki halda til streitu), og þó er mér sannarlega ómögulegt að skilja hvernig unnt er að túlka það sem gerðist á þessum fundi sem sönnun þess, að „rússneski forystuhópurinn“ hafi gert sig sekan um undirferli og beitt allsráðandi áhrifum sínum á þá átt að hindra frelsi hinna bræðraflokkanna til að láta skoðanir sínar í ljós. Á fundi þessum lagði sovétsendinefnd- in fram drög að ályktun, sem stefnt var gegn Trotsky og hans sinnum. Ályktunin var á þá leið, að hún hefði þýtt brottrekstur hinnar sakfelldu klíku úr kommúnistahreyf-'

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.