Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 63

Réttur - 01.10.1950, Síða 63
RETTUR 303 smiðjur o. s. frv.) og koma á hagnýtari vinnubrögðum og aukinni fjölbreyttni útflutningsvara. 3. Að ráðstafa þannig nýju togurunum, að sem mest atvinnuör- yggi skapist við rekstur þeirra, með því að gefa bæjar- og sveita- fél. kost á að eignast skipin og gera þeim það fjárhagslega kleyft. Landbúnaðarmál: Að auka fjármagn til landbúnaðarfram- kvæmda. Áherzla verði lögð á vélakaup til félagslegra nota og að auka framkvæmdir samkvæmt nýbyggðalögunum. Iðnaður: Að efla iðnaðinn með því að tryggja honum ávallt nægileg hráefni. Iðnaðarframleiðslu til útflutnings sé veitt frelsi til hráefnakaupa án allra takmarkana frá gjaldeyrisyfirvöldum. Ráðizt verði í byggingu áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju og lýsisherzluverksmiðju jafnhliða stórframkvæmdum í raforku- framleiðslu. Þá bendir flokkurinn á, að unnið verði að eftirtöldum atvinnu- framkvæmdum: 1. íbúðarhúsabyggingar í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum verði auknar með hagkvæmum lánskjörum. Ríkið aðstoði bæjar- félögin við útrýmningu heilsuspillandi íbúða. Afnumin séu þau höft, sem torvelda byggingu eðlilegra íbúðarhúsa. 2. Unnið verði af fullum krafti að hinum nýju stórvirkjunum við Sogið og Laxá og undirbúningi nýrra stórvirkjana hraðað. 3. Auknar verði framkvæmdir ríkisins um land allt. Hafnar verði framkvæmdir við aukningu hitaveitu Reykjavíkur og lagningu Austurvegar. Sósíalistaflokkurinn leggur áherzlu á, að aukning atvinnu verði sem almennust og nái jafnt til allra landshluta. Þannig verði, jafnhliða stórframkvæmdum á Suðvesturlandi, kappkostað að koma upp afkastamiklum fiskiðnaði á Vestfjörðum með hliðsjón af legu við aðal veiðisvæði togaraflotans. Ennfremur nýjar raforkuframkvæmdir. Á Norðurlandi verði aukinn togararekstur og unnið að meiri fjölbreytni í hagnýtingu síldar. Á Austur- og Suðausturlandi verði aukin fiskvinnsla, byggðar fiskimjöls- og lýsisverksmiðj ur og efnt til raforkuframkvæmda.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.