Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 65

Réttur - 01.10.1950, Page 65
RETTUR 305 eyrinum er orðin refsiverð eftir því að dæma, hvernig ríkið með- höndlar aðal framleiðendur hans, en eign gjaldeyrisins hið eftir- sóknarverðasta hnoss, sem einokunarherrarnir nota ríkisvaldið til að úthluta sjálfum sér og sínum nánustu í réttu hlutfalli við pólitíska þægð og peningaleg framlög. Hin magnaðasta siðspilling opinbers lífs er hinn eðlilegi fylgifiskur þessarar einokunar. Þessi einokun hefur þegar fyrir ofstæki og skammsýni einokun- arherranna glatað sumum beztu mörkuðum íslendinga, fyrst og fremst mörkuðunum í Sovétríkjunum. Þessi einokun hefur minnkað freðfiskframleiðslu landsbúa um helming. Þessi einokun hefur lækkað verðið á íslenzka saltfiskinum og síldarlýsinu niður fyrir það, sem Norðmenn selja fyrir. Þessi einokun hefur með því að hindra framleiðslu á miklu verðmæti, sem hægt var að selja erlendis og kaupa vörur fyrir, valdið vaxandi vöruskorti, svartamarkaði og dýrtíð, — en allt er þetta í samræmi við hagsmuni valdaklíkunnar, sem sjálf græðir á svarta markaðnum og þykir gott, að dýrtíð dragi úr kaupgetu almennings. Þessi einokun lamar svo vélbátaútveginn með því að svifta hann nauðsynlegum gjaldeyri og vöruinnflutningi, að stefnt er í bráðan voða efnahag útgerðarstaðanna út um land, sem byggja atvinnu- líf sitt og afkomu á vélbátaútgerð. Þannig sogast arðurinn af at- höfnum framleiðslustöðvanna úti um landsbyggðina í hít fámennr- ar arðránsklíku í Reykjavík. Þessi einokun hefur bundið samvinnufélögin á klafa einokunar- skipulagsins, svift þau frelsinu til að skipuleggja samtök fram- leiðenda um útflutning og neytenda um innflutning og samstarf beggja. Svo herfilega hefur Framsókn svikið samvinnufélögin eftir síðustu kosningar, að síðustu gjaldeyrisleyfi þeirra hafa einnig verið af þeim tekin og neytendum enginn réttur eftir skilinn til að velja sjálfir, hvar þeir verzla. Þessi einokun hefur lamað framtak einstaklinga og samtaka í landinu, keyrt það í viðjar skriffinnsku og ofurvalds hinna stóru útvöldu auðmanna Reykjavíkur. 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.