Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 67

Réttur - 01.10.1950, Page 67
RETTUR 307 H. VERNDUN VERKALÝÐSSAMTAKANNA GEGN AFTURHALDI OG FASISMA Sú nána samvinna, sem verið hefur undanfarin ár milli borgara- flokkanna fyrir frumkvæði Alþýðuflokksforingjanna um málefni verkalýðssamtakanna hefur leitt til þess, að stétt atvinnurekenda hefur náð stórauknum ítökum í verkalýðssamtökunum og stjórn- málasamtök hennar beinlínis náð forystu þýðingarmikilla verka- lýðsfélaga í sínar hendur. Samvinna Alþýðuflokksforingjanna við atvinnurekendur og for- ystu Sjálfstæðisflokksins hefir um tveggja ára skeið svift verka- lýðinn þeirri brjóstvörn, sem hann átti í heildarsamtökum sínum, Alþýðusambandi íslands. í stað þess að beita samtökunum að hagsmunabaráttu verkalýðsins og samfylkja meðlimunum gegn sívaxandi kjaraárásum ríkisvalds og atvinnurekenda, hefur for- ysta Alþýðuflokksins, sem ræður þó meirihluta Alþýðusambands- stjórnar, algjörlega brugðizt hagsmunum alþýðunnar og beitt sér fyrir uppgjöf verkalýðssamtakanna þegar þörfin var mest á ein- huga baráttu allra samtakanna til að rétta skertan hlut launþega. Þetta er sá mikilsverði árangur, sem atvinnurekendur og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa náð með því að fá sterk ítök í stjórn heild- arsamtakanna og ná stjórn fjölmargra verkalýðsfélaga í hendur þjóna sinna. Enn hefur samvinna foringja Alþýðuflokksins við atvinnurek- endavaldið í kosningum til Alþýðusambandsþings á þessu hausti naft þær afleiðingar, að þing alþýðunnar sátu 40—50 yfirlýstir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, stjórnmálasamtaka atvinnurekenda- stéttarinnar í landinu. í skjóli þess aukna valds, sem foringjar Alþýðuflokksins hafa, með sundrungarstarfi sínu og hatursafstöðu til sósíalista og ann- ara sameiningarmanna í verkalýðsfélögunum, lagt í hendur flokks atvinnurekendastéttarinnar, hyggur Sjálfstæðisflokkurinn nú til enn freklegri afskipta af málefnum verkalýðsstéttarinnar, í sam- ræmi við það hlutverk, sem honum er ætlað af atvinnurekendum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.