Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 68

Réttur - 01.10.1950, Síða 68
308 RETTUR og auðstétt landsins: að lama verkalýðssamtökin, eyðileggja þau sem hagsmunatæki alþýðunnar og ryðja fasismanum braut. Sjálfstæðisflokkurinn skipuleggur í þessu skyni opinberlega sér- réttindafélög (sbr. ,,Óðinn“) innan verkalýðsfélaganna, með það að markmiði að hrekja stéttvísa og félagsholla verkamenn úr störfum og ofurselja þá atvinnuleysinu, einoka atvinnuna fyrir meðlimi klíkufélaga sinna og leitast þannig við að gera að mark- lausu pappírsgagni hinn almenna samningsbundna forgangsrétt meðlima verkalýðsfélaganna. Til þess að gera þetta framkvæmanlegt þurfti afturhaldinu að takast að skapa atvinnuleysið að nýju. Jafnframt er hafin herferð á hendur almennum og viðurkennd- um lýðræðisreglum í stéttarfélögunum með því að svifta með- limina málfrelsi og neita að bera undir atkvæði framkomnar tillögur og ályktanir um brýnustu hagsmunamál félagsmeðlima. Forysta Sjálfstæðisflokksins stefnir markvisst að því að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna stig af stigi og nýtur til þess fullr- ar þjónustusemi foringja Alþýðuflokksins. Þennan háska þarf alþýðan að fyrirbyggja strax og hindra, að lífsbjargarsamtök henn- ar verði gerð að hjálendu atvinnurekenda og lögð í fjötra. Sósíalistaflokkurinn telur brýna nauðsyn á, að allir sannir verkalýðssinnar og öll alþýða geri sér þessar háskalegu fyrirætl- anir afturhaldsins nægilega ljósar í tíma. Sósíalistaflokkurinn álítur brýnasta verkefni verkalýðsins nú sem stendur að skapa órofa samfylkingu allra stéttvísra og heið- arlegra meðlima verkalýðshreyfingarinnar til þess að hrinda sókn afturhaldsins og bjarga verkalýðshreyfingunni frá eyðileggingu. Þess vegna heitir flokksstjórnarfundur Sósíalistaflokksins á alla heiðarlega verkamenn og verkalýðssinna, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman um það stærsta og brýnasta hags- munamál verkalýðsstéttarinnar, aðjarinda sókn afturhalds og vax- andi fasisma í verkalýðshreyfingunni og tryggja stéttarsamtökin sem hagsmunavígi verkalýðsstéttarinnar. Þrátt fyrir allt sem, á milli ber, telur flokksstjórnarfundurinn, að meðlimir og fylgjendur Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.