Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 72

Réttur - 01.10.1950, Page 72
312 RETTUR sömu mennirnir, og einoka bæði innflutninginn og útflutn- inginn. Pormælendum ríkisstjórnarinnar var á það bent að með þessu framferði sínu væru þeir að stuðla að því, að bátaflotinn hlyti að liggja í höfn um ófyrirsjáanlegan tíma, þar sem ekki væri hægt að hef ja undirbúning vetr- arvertíðar. Ennfremur að rán það á samningsbundnu og áður lögtryggðu kaupi, sem felst í bindingu kaupgjalds- vísitölunnar hlyti að leiða til ófriðar í atvinnulífinu, enda hafði þing Alþýðusambandsins samþykkt það, sem lág- markskröfu, að vísitöluuppbót yrði greidd mánaðarlega. Ekki virtust ríkisstjómin og menn hennar hafa miklar áhyggjur út af því. Hinsvegar lagði Eysteinn Jónsson og fleiri ríka áherzlu á að kaupgetan í landinu væri enn of mikil, þrátt fyrir gengislækkunina (!!) Ný „bjargráð“ Þrjár vikur röskar lá bátaflotinn aðgerðarlaus í höfn. Loks tók ríkisstjórnin rögg á sig seint í janúar og „samdi“ við útgerðarmenn. I þetta skipti þótti ekki taka því að leggja ,,bjargráðin“ fyrir Alþingi. Þeir ,,samningar“ voru á þá leið að bátaútgerðarmenn eiga að fá helming af þeim gjaldeyri sem þeir afla, að undanskildu andvirði þorska- lýsis og síldarafurða. Fyrir þann gjaldeyri mega þeir kaupa ákveðnar vörutegundir, sem þeir fá einkaleyfi á, og selja þær við því verði er þeim sýnist. Telja útgerðar- menn að álagning þeirra þurfi að vera 50—60% til að standa undir hallarekstrinum. Við þetta bætist svo álagn- ing þeirra, sem kaupa gjaldeyrinn á svörtum markaði. — Til þess svo að heildsalarnir verði skaðlausir, á að taka eyðslulán að upphæð 12 millj. dollara eða 200 millj. krónur. Um áhrifin af þessari ráðabreytni er það fyrst að segja að hún mun duga skammt fyrir útgerðina. Einokun á út- flutningnum og innflutningnum heldur áfram, þannig að allar þær orsakir, sem eiga sök á því hvernig komið er,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.