Réttur


Réttur - 01.10.1950, Page 74

Réttur - 01.10.1950, Page 74
314 RÉTTUR Þingmenn úr þremur flokkum, þeir Finnbogi Rútur Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson og Páll Zóphónías- son hafa borið fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi yfir því, að Keflavíkursamningnum verði sagt upp, að íslendingar taki rekstur hans að öllu leyti í sínar hendur og að engin hernaðarleg afnot af vellinum verði leyfð. Tillagan hefur ekki fengizt rædd. Þá hafa sósíalistar flutt tillögu til þingsályktunar þess efnis, að fulltrúar Islands skuli jafnan taka þá afstöðu til mála á alþjóðavettvangi er stuðli að friði, sáttum milh stórveldanna, banni við notkun kjarnorkuvopna, sýkla og annarra múgmorðstækja og almennri afvopnun. Ennfrem- ur að Island viðurkenni stjórn kínverska alþýðulýðveldis- ins. — Sú tillaga hefur heldur ekki fengizt rædd. Eins og öllum er kunnugt, er Thor Thors, fulltrúi ís- lands á þingi sameinuðu þjóðanna einhver dyggasta mál- pípa bandarískra stríðsæsingamanna, svo að hann hefur gert land sitt að viðundri. Hefur hann t. d. tekið eindregna og fyrirvaralausa afstöðu með Bandaríkjamönnum gegn öllum tilraunum til að binda enda á Kóreustyrjöldina á friðsamlegan hátt. 2/2 1951. Brynjólfur Bjarnason.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.