Réttur


Réttur - 01.10.1950, Síða 79

Réttur - 01.10.1950, Síða 79
RETTUR 319 nú í smíðum mikið verk um fræðikenningu marxismans. Heit- ir það á frönsku A la lumiere du materialisme dialectique og á að verða átta bindi. Fyrsta bindið, Logique formelle — logique dial- ectique er þegar komið út, og það næsta, Methodologie des sciences, mun vera í prentun. Hin bindin eiga að fjalla um sögu dialektikur og efnishyggju, fé- lagsfræði, humanisma, siðgæði, einstaklingsþroska og fagurfræði o. fl. Alick West: A good Man fallen among the Fabians. Lawrence & Wishart Ltd., London 1950. Höfundur þessa rits hefur skrif- að allmikið um bókmenntir, og má nefna þar t. d. Crisis and Criticism, sem kom út 1935 og fjallaði um bókmenntagagnrýni sem og einstaka höfunda. í þessu riti sínu fjallar hann um George Bernard Shaw, höf- undarþróun hans og bókmennta- afrek. En svo sem titillinn ber með sér, er aðalviðfangsefnið á- hrif „fabianfsmans“ á listsköpun Shaws. Bóliin er hin skemmtileg- asta aflestrar og skrifuð af mik- illi skarpskyggni. Maurice Cornforth: In Defence of Philosophy — against Positivism and Pragmatism, Lawrence & Wishart Ltd., London 1950. Bók þessi er einskonar fram- hald á fyrra riti höfundar Science versus Idealism, þar sem fjallað er um svipað efni. Gagnrýninni á hinn svokallaða „rökfræðipós- itivisma" er haldið áfram. Þá eru og aðalforsvarsmenn „pragmat- ismans“ ameríska, þeir William James og John Dewey, teknir all- rækilega til bæna. Loks gerir höf- undur hinum svonefndu orð- merkingarkenningum (sematics) veruleg skil, kenningar þessar hafa vaðið mjög uppi í Banda- ríkjunum — og er aðaleintak þeirra, að vandamál heimsins stafi mest af rangri notkun orða, og sé því atriði kippt í lag, sé öllu borgið. Úrlausnarefni í þjóð- félags- og stjórnmálum séu að- eins sýndarverkefni, sem stafi af því, að menn hafi ekki tekið upp hið rétta orðfæri. Höfundur sýnir fram á, hvernig borgaraleg heimspeki nútímans leiðist æ meira út í ófrjóa hug- hyggju og skólaspeki. Hins vegar gerir hann svo allskýra grein fyr- ir heimspeki marxismans og þeim leiðum, sem hún markar til úr- lausnar. Á. B. M. T. A. Jackson: Ireland her own. — Cobbett Press. London 1947. Undirtitill þessa rit er: An out- line history of the Irish struggle for national freedom and inde- pendence. Þetta er mikið rit, 443 síður í stóru broti, og í hvívetna hið merkilegasta, bæði vegna þess hve vísindalega saga og sorgleik- ur írsku þjóðarinnar eru rann- sökuð og hins, hve skemmtilega og f jörugt rakinn er rauði þráður- inn í hetjubaráttu Ira gegnum aldirnar. Bókin skiptist í 5 aðalhluta og 34 kafla. Skal sagt frá heitum á aðalhlutum ritsins hér, svo

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.