Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 2

Réttur - 01.01.1962, Page 2
2 R É T T U R konunghollir biskupar afsala síðustu leifum íslenzks lýð- valds og frelsis í hendur einvöldum, erlendum konungi. Af- leiðingar erfðahyllingarinnar í Kópavogi: Niðurlæging og nýlendukúgun, er nær hafði tortímt þjóð vorri. Og nú hefst árið 1962. 1962: Nýrík hernámsspillt auðmannastétt óttast alþýð- una og samtök liennar. Ofstopamenn yfirstéttarinnar, — trú- aðir á gróðaguðspjall Mammons, ákafir í arðinn af þrœl- dómi Islendinga, — krefjast þess að alþýðan sé fjötruð, sam- tök hennar brotin á bak aftur. Einblínandi á ótrygga gróða- von í skjóli erlends auðs, vilja þeir umlwerfa lýðræði Is- lendinga í einræði peningavalds. I ofstækisfullri undirgefni undir feiga auðstétt lieims, vilja þeir gera Alþingi Islend- inga að auðsveipu þýi og lsland allt að leiksoppi framandi valds. Sjálfir rótlausir í íslenzkum jarðvegi, vilja þeir hætla á að gera erlenda auðmenn að herrum íslenzkra auðlinda, drottnendum íslenzkra örlaga, — gera útlendinga að valda- mönnum á íslenzkri grund, — en íslendinga að vinnuþræl- um og liornrekum í sínu föðurhúsi. 1 skammsýni og þorsta í stundargróða og völd, geta áhang- endur inngöngunnar í Efnahagsbandalagið orðið þeir ó- happamenn, er valda eyðingu íslenzks þjóðernis. Sneyddir ábyrgðartilfinningu fyrir tilveru íslenzks þjóðernis, einbeita þeir áróðursmætti sínum að því að: fá íslendinga til þess að hœtta að hugsa sem þjóð, — gera oss að þeim umskiptingurn að vér liugsum aðeins sem ofurlítil peð Atlantsliafsbanda- lagsins, — trylla oss svo að eina sjónarmið vort sé fjand- skapurinn við sósíalismann, við hugsjón manngildis og jafn- aðar, þá hugsjón, sem næst er kjarna íslenzkrar menningar frá upphafi vega. Það eru síðustu forvöð að forða frá ógæfunni. Arið 1962 áminnir: aldagamlar ógnþrungnar myndir hræða, vara við.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.