Réttur


Réttur - 01.01.1962, Page 50

Réttur - 01.01.1962, Page 50
50 RÉTTUR Ný gerð reiknivéla, elektrónískur og sjálfvirkur eftirlilsútbúnaður er kominn frám. Þessar vélar starfa þúsund og jafnvel mörg milljón sinnum hraðar en mannsheilinn og munu því hafa djúpstæð áhrif á mannlega hugsun og vinnu. Ef þær eru á einhvern hátt lagðar til hliðar, tefur það mjög fyrir vexti framleiðslunnar. A hinn bóginn mundu þær, ef hagnýttar eru, ekki aðeins gera vinnubrögð við framleiðslu úrelt, heldur og mikið af yfirbyggingu þjóðfélagsins, bæði stjórnarathafnir og hugmyndafræði. Með þeim aðferðum í landhúnaði, sem vér vitum fullkomnastar, væri nú þegar hægt að fæða allan þann manngrúa, sem byggja mun kringlu jarðar eftir nokkur hundruð ár. Verður það þó ósegjanlega miklu fleira fólk, en nú skrimtir, ekki sízt ef gert er ráð fyrir hraðari fólksfjölgun í framtíðinni. Nú er tímabil geimferða hafið, og áður en varir, verður unnt að setjast að á öðrum hnöttum. Sérhver dauðdagi er morð. Mannkyn horfist nú í augu við það verkefni sitt að efla svo mjög rannsóknir í læknisvísindum, að öllum sjúkdómum megi bægja frá, og lengja þannig æfiskeið manna. Segja má með fullum sanni, að í heimi nútímans sé hver dauðdagi morð. Sérhver sá, sem deyr í dag, hefur verið drepinn, annað hvort beinlínis fyrir til- verknað manna eða sökum afskiptaleysis. Fyrir meirihluta mann- kyns, milljónirnar, sem húa í nýlendum og öðrum vanþróuðum löndum, eru þetla gagngerð morð. Þar deyr fólk milli þrítugs og fertugs, þó að það gæti hæglega lifað tvisvar sinnum lengur, rétt eins og vér. En það á engan kost á nógri næringu og læknisþjón- ustu,og þess vegna deyr það svona fljótt. Fyrsta skylda vor er að hinda endi á þessi morð. En það eru fleiri dauðdagar óeðlilegir, þótt það sé ekki eins aug- Ijóst. Sá, sem deyr úr sjúkdómi, sem hægt hefði verið að stemma stigu við, er myrtur. Fátæklingarnir deyja úr herklum — það er félagslegt fyrirhrigði; fæðuskortur, lélegt húsnæði og vinnuþrælk- un vinnur hug á mótstöðuafli þeirra. En ríka fólkið er ekki undan- skilið, það deyr í jafnvel meira mæli en þeir fátæku úr alls kyns hjartaveilu. Fiörutíu af hundr^ði karlmanna í Randaríkjunum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.