Réttur


Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 14
126 SMÁBÓNDINN [Rjettur Hann áræddi nú aftur að vona og var með ráðagerð- ir um framtíðina. Hann ætlaði að vinna ennþá meii-a, ennþá ákafar, vinna sig upp á ný og beita til þess allri þeirri seiglu bóndans, sem hann átti til. En þeir lofuðu honum að steypast í glötunina. »ójá«, sögðu þeir, »við myndum fúslega hjálpa þér! En við erum nú sjálfir svo fátækir. Ef við þyrftum ekki á öllu að halda sjálfir, myndum við gjarnan láta eitthvað af mörkum, en eins og ástandið er.....« Jahn sat í stofu Seehofs, vandræðalegur og uppburð- arlítill, og heyrði naumast það, sem hinn sagði. Hann skildi það eitt, að þeir horfðu á hann drukkna með kuldaglotti. Hann sá fullvel sigurglampann í augum Seehofs og grimmdarlegt hæðniglottið, sem brá fyrir á eirlitu andlitinu. En hann sat þarna eins og negldur niður og sneri milli handa sér hattgarminum, og skyndilega sló þeirri hugsun niður í honum, að allt væri glatað, að hinir væru að bíða eftir endalokum hans, til þess að auðga sjálfa sig á hans kostnað. Nú kom kvalráðasti dagurinn í lífi Jahns, dagurinn, þegar eigur hans, húsið og garðurinn voru boðin upp. Framan við hliðið stóðu fallegustu sætisvagnar í langri röð; bifreið var þar meira að segja. Digrir sveitabændur og rauðir í framan fylltu húsagarðinn og góndu inn í peningshúsin. Nokkrir stórlaxar voru þar á meðal, sem færðu sig fyrirmannlega úr þykkum, dýr- um loðfeldum. Gestgjafinn, hugvitssamur náungi, var kominn með nokkrar öltunnur og græddi stórkostlega á sölunni. En Jahn lét sem minnst á sér bera. Hann virtist vera orðinn mörgum árum eldri en áður. Eins og fá- ráðlingur sat hann í eldhúsinu og hlustaði á grófgerð- an málróm uppboðshaldarans, sem barst þangað inn að utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.