Réttur


Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 26
138 SKULDLAUS BÚSKAPUR [Rjettur þess að viðhalda gæfusömu, þróttmiklu mannkyni. Þær harmsögur, sem íslenskar sveitir geyma og þær ólaun- uðu fórnir, sem þar hafa verið drýgðar, skrifa ég á reikning hins ófullkomna skipulags. Sú orka, sem átti að færa sjálfstæði og hamingju inn á þúsundir heimila í landinu, hefir gengið til þess að drepa í þverbresti hins úrelta skipulags. Fyrir utan þá blóðtöku, sem úndirgefnin undir er- lent vald olli þjóðinni, er sú þyngst, sem draup frá al- þýðunni til innlendra yfirstétta, stórbænda og kirkju- lýðs. Þrátt fyrir ýtrustu fátækt og bágindi, ól þjóðin þenna hluta sinn vel. Það sýna hin fornu skjöl um eignir og tekjur þessara aðila. Verðmætin streymdu þá frá alþýðunni til auðvaldsins í mynd jarðarafgjalds, leigu, vinnuskyldu, ýmisra kvaða af vinnu ófrjálsra manna. í þessu sambandi get ég bent þeim, sem vildu kynna sér þetta mál nokkru gjörr, á aðgengilega skil- greiningu á eignum og tekjum biskupsstólanna á siða- skiftatímanum í hinu mikla söguriti »Menn og mennt- ir siðaskiptaaldarinnar á íslandi« eftir dr. Pál Eggert Ólason. Enn í dag endurtekur sagan sig í þessu efni. Enn í dag greiða íslenskir bændur og sveitaverkalýður til auðvaldsins, innlenda og erlenda, há iðgjöld. E. t. v. hærri en nokkru sinni fyr. Nú er það aðeins ekki í mynd beinna kvaða eða jarðarafgjalda. Lág vinnulaun og há peningarenta eru tæki nútímans til þess að arð- ræna hina vinnandi stétt, jafnt í sveitum sem kaup- stöðum, jafnt bændur sem verkamenn. Hér að framan hefi ég slegið fram þeirri tilgátu, að 70—80% íslenskra bænda rækju skuldabúskap að meira eða minna leyti. Allur þessi hópur greiðir háa skatta til hinna ýmsu lánsstofnana sinna í mynd pen- ingarentunnar. Hin fyrsta eining af vinnuarði slíkra bænda gengur til þess að greiða skuldavexti, önnur til þess að greiða afborganir. Það, sem þá kann að vera afgangs, hefir bóndinn til sinna virkilegu umráða. Að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.