Réttur


Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 12

Réttur - 01.08.1931, Blaðsíða 12
124 SMÁBÓNDINN [Rjettur umýjað. Á hússgaflinum hékk laufsveigurinn ennþá, ævagamall og gulnaður. 0g óhug sló á Jahn, þegar hann fann, að öllu hrak- aði með degi hverjum, hvernig sem hann erfiðaði og stritaði, að skuldirnar jukust og að húsin fóru einlægt hrörnandi. Jahn vissi ekki, hver var orsökin, en hann bjóst til baráttu gegn þeim miskunnarlausa skapa- dómi. sem fram var að fara. í brjósti hans bjó gamall og seiggerður þótti bóndamannsins. Hann beit á jaxl- inn og þrælaði nú meira en nokkru sinni áður. Hann þrammaði á eftir plóginum lotinn í herðum og lagði fyrir hvern dalinn eftir annan. En skuldirnar jukust. Stríðið kom og sultarárin og verðfall peninganna. Skattabyrðarnar þyngdust, og skorturinn eyddi akrana. Stundum kom það fyrir, þegar Jahn sat í lágri stof- unni seint um kvöld og var að lesa dagblöðin, að hann blíndi upp í sótugt loftið, fullur af kvíða og áhyggj- um, og óttinn við það, að allt myndi hrynja til grunna, tók fyrir kverkar honum. Hann fór að brjóta heilann um það, hver leið lægi út úr ógöngunum, en hún var engin. Stórbóndinn Seehof, sem var maður auðugur og fann lítið til skattabyrðanna, sat um það öllum stund- um að hremma þessa litlu jörð Jahns og innlima hana í landareign sína. Það var honum á móti skapi, að skikar smábóndans skyldu liggja þama inni á milli akraflæmanna hans. Og samt var honum Jahn það kappsmál, að stór- bændurnir litu á hann sem jafningja sinn. Hann var- aðist það sem heitan eldinn að tala um vandræði sín. I' drungalegri örvæntingu tók hann til starfa, til þess að afstýra endalokunum, hvað sem það kostaði. Vera má, að hann hafi grunað, að stórbændurnir hæddust að honum, að Seehof biði eftir gjaldþroti hans. En þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.