Réttur


Réttur - 01.08.1931, Page 12

Réttur - 01.08.1931, Page 12
124 SMÁBÓNDINN [Rjettur umýjað. Á hússgaflinum hékk laufsveigurinn ennþá, ævagamall og gulnaður. 0g óhug sló á Jahn, þegar hann fann, að öllu hrak- aði með degi hverjum, hvernig sem hann erfiðaði og stritaði, að skuldirnar jukust og að húsin fóru einlægt hrörnandi. Jahn vissi ekki, hver var orsökin, en hann bjóst til baráttu gegn þeim miskunnarlausa skapa- dómi. sem fram var að fara. í brjósti hans bjó gamall og seiggerður þótti bóndamannsins. Hann beit á jaxl- inn og þrælaði nú meira en nokkru sinni áður. Hann þrammaði á eftir plóginum lotinn í herðum og lagði fyrir hvern dalinn eftir annan. En skuldirnar jukust. Stríðið kom og sultarárin og verðfall peninganna. Skattabyrðarnar þyngdust, og skorturinn eyddi akrana. Stundum kom það fyrir, þegar Jahn sat í lágri stof- unni seint um kvöld og var að lesa dagblöðin, að hann blíndi upp í sótugt loftið, fullur af kvíða og áhyggj- um, og óttinn við það, að allt myndi hrynja til grunna, tók fyrir kverkar honum. Hann fór að brjóta heilann um það, hver leið lægi út úr ógöngunum, en hún var engin. Stórbóndinn Seehof, sem var maður auðugur og fann lítið til skattabyrðanna, sat um það öllum stund- um að hremma þessa litlu jörð Jahns og innlima hana í landareign sína. Það var honum á móti skapi, að skikar smábóndans skyldu liggja þama inni á milli akraflæmanna hans. Og samt var honum Jahn það kappsmál, að stór- bændurnir litu á hann sem jafningja sinn. Hann var- aðist það sem heitan eldinn að tala um vandræði sín. I' drungalegri örvæntingu tók hann til starfa, til þess að afstýra endalokunum, hvað sem það kostaði. Vera má, að hann hafi grunað, að stórbændurnir hæddust að honum, að Seehof biði eftir gjaldþroti hans. En þó

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.