Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 1

Réttur - 01.02.1937, Síða 1
RÉXTUR XXI. ÁRG. FEBRÚAR 1937. 6.-7. HEFTI Gjaldþrot * anðvaldsins á Islandi «g lokaþáttur Jónasar frá Hriflu. Eftir Einar Olgeirsson. IV. Dómur sögunnar um leiðir okkar Jónasar. Eg hefi nú í undanförnum köflum lýst ástandinu á íslandi eins og það er orðið, sem afleiðing af þróun síðustu 20 ára. Þessi lýsing verður ekki hrakin. Um dóminn yfir þessu þjóðfélagsástandi frá sjónarmiði alþýðunnar, verður heldur ekki efast. Sá dómur, sem verkamenn, sjómenn, fátækir bændur og millistéttir munu kveða upp, er dauðadómur yfir auðvaldsskipu- laginu, dauðadómur yfir þjóðfélagi, þar sem Kveld- úlfur, Landsbankinn, hringarnir í útgerðarvörum og stærstu heildsalarnir hirða gróðann af striti íslenzku þjóðarinnar. Og samfara dauðadómnum verður kraf- an um að skapa þjóðfélag, þar sem verkamenn, bændur, fiskimenn — alþýða landsins — ráða fram- leiðslutækjunum, reka sameiginlega verzlunina og hirða sjálfir afrakstur vinnu sinnar. Krafan um þetta þjóðfélag er um leið krafa fólksins til lífsins, vilji alþýðunnar til valda. Og framkvæmdin á dauðadómn- um og þessari voldugu lífskröfu fólksins, — það er byltingin, sú volduga breyting, er flytur ríkisvaldið úr höndum þeirrar auðmannaklíku, sem eg lýsti í 1. og 2. kafla, í hendur alþýðunnar, — á hvern hátt, sem sú breyting gerist. 129

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.