Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 5

Réttur - 01.02.1937, Page 5
-neytenda í Reykjavík, Pöntunarfélagi verkamanna, — eftir að Jónas frá Hriflu hafði setið 18 ár í Reykjavík, ýmist algerlega aðgerðalaus í þeim mál- um, eða ekki heppnari en svo, að hafa átt þátt í því að setja — minnsta kosti tvö — kaupfélög í Reykja- vík á hausinn, flúið síðan valinn og skilið heildsöl- unum eftir þriðjung neytenda landsins til ótakmark- aðs arðráns. Og svo farið sé inn á Jónasar hjartfólgnasta svið, byggingarlistina, þá höfum við kommúnistar þó kom- ið upp tveim fögrum verklýðshúsum á íslandi, af eig- in rammleik okkar verklýðshreyfingar, — en þó Jón- as hafi ráðið ríkjum (og margt vel látið byggja), þá hefir þó t. d. leiklistin blómgvast betur í litlu verk- lýðshúsunum okkar en stóra þjóðleikhúsinu hans, sem kostar 25.000 krónur í rentur á ári ónothæft, á meðan hin eru sannkölluð vígi verklýðsins á sínum stað. — En sem sagt: við kommúnistar látum okkur ekki detta í hug að bera starf okkar hér saman við framkvæmdir undanfarinna 50 ára á Islandi. Það væri alröng mynd og villandi samanburður. En við skulum bera saman stefnu okkar í framkvæmd, þar sem hún ræður, og stefnu Jónasar, þar sem hún hefir drottnað, — bera saman Sovétríkin og ísland á síð- ustu 9 árum og árangurinn af hvortveggja. Það er hliðstætt. Og 'við skulum ennfremur bera saman reynsluna í Þýzkalandi, Frakklandi og Spáni við það, sem J. J. spáði og sagði um þróunina í þeim löndum. Og reynslan í þessum löndum, þung og erfið reynsla, mun tala skýrar en nokkuð annað um réttmæti kenn- inga vorra. Reynsla í Sovétríkjunum (S.S.S.R.) tók verka- Sovét- lýðurinn völdin með byltingunni miklu rikjanna. j 9175 studdur af fátækum bændum. — Forusta hans í byltingunni og síðan í sköpun sósíal- ismans þar er Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna, 135

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.