Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 10

Réttur - 01.02.1937, Síða 10
laus um þjóðmál oll og stjórn landsins“. („Þróun og bylting“ ,bls. 21.). Eg svaraði þessu vorið 1934 og sýndi fram á, hvernig útbreiðsla „L’Humanité“ ykist og Kommún- istaflokkurinn yxi að áhrifum. Jónas segir ósköp rólega í svari sínu 1935: ,,í Vestur-Evrópu hefir kommúnisminn lítið gengi og fer yfirleitt dvínandi. E. O. verður að játa þetta með þögninni“. („Gjaldþrot kommúnismans á íslandi“, bls. 57.). Það er leitt — fyrir Jónas, að hann skuli ekki geta sagt staðreyndunum að þegja líka. Því staðreynd- irnar um vöxt franska Kommúnistaflokksins eru svo ,,hrópandi“ staðfesting á áliti okkar kommúnistanna, að Jónas hefir ekki komizt hjá því að heyra til þeirra. Því Kommúnistaflokkurinn franski hefir marg- faldast að meðlimatölu á þessum tíma úr 30,000 upp í 285,000, kjósendur hans eru orðnir 1)4 miljón, þingmannatala hans 72 og ,,upplag“ „L’Humanité“ hefir aukizt úr 200,000 eintökum upp í rúm 500,000. Og flokkurinn er um leið orðinn einhver áhrifarík- asti flokkur landsins um „þjóðmál öll og stjórn landsins“. Og undir ríkisstjórn, sem hann styður, hafa verið knúðir fram með samstilltri baráttu verka- mannanna (með verkföllum) og ríkisstjórnarinnar (með löggjöf) þær endui'bætur, sem Jónas hefir barizt á móti með hnúum og hnefum, 40 tíma vinnu- vika (án lækkunar á dagkaupi) og hækkun kaups- ins. Og ekki aðeins þetta: Stefna kommúnismans hefir unnið geysilega fylgi utan flokksins, þar sem Sósíalistaflokkurinn franski, sem nú situr við stjórn, hefir lýst sig samþykkan eftirfarandi grundvallar- atriðum kommúnismans í sambandi við umræðurnar um sameiningu flokkanna: 1. Að fordæma stéttasamvinnu við burgeisastétt- ina. 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.