Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 13

Réttur - 01.02.1937, Síða 13
einmitt þegar mest á reið, hafa neitað lýðræðinu á Spáni um rétt til þess að kaupa vopn, — Sovétríkin «in staðið uppi sem hinn öruggi og tryggi bandamað- ur spönsku þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir frelsi og lýðræði. Sú pólitík hálfvelgjunnar, sem leið sitt skipbrot í innanlandsmálum með hruni lýðræðisins í Þýzka- landi og Austurríki, er nú að líða samskonar skip- brot í utanríkispólitíkinni með hinni glæpsamlegu undanlátssemi Englands og Frakklands undan yfir- gangi fasistaríkjanna, ef ekki tekst nú í tíma að stöðva þá þróun, eins og kommúnistar nú beina öll- um sínum kröftum að. Að síðustu skal svo með örfáum orðum getið um England. Einnig þar fara áhrif Kommúnistaflokks- ins vaxandi og nú nýlega hefir Óháði Verkamanna- flokkurinn og Socialist League myndað þar samfylk- ingu með Kommúnistaflokknum, — þrátt fyrir það, þó íhaldssamir foringjar Verkamannaflokksins bönn- uðu það. Þannig fer það í hverju landinu á fætur öðru, — þvert ofan í spádóma Jónasar. Verkalýðurinn sam- einast, myndar bandalag við millistéttirnar, knýr fram stórfelldar hagsbætur fyrir báða aðilja á kostn- að auðvaldsins og stemmir stigu fyrir framrás fas- ismans, hins grímuklædda alræðis auðvaldsins. En því betur sem þessi sameining alþýðunnar tekst, því sterkari, sem þessi samíylking vinstri aflanna verð- ur, — því meir óttast auðvaldið um völd sín, því ótryggari finnst því grundvöllur hins borgaralega lýðræðis og það leitar meir og meir til fasismans. En að sama skapi sem auðmannastéttin1 þannig tekur að yfirgefa borgaralega lýðræðið, sitt gamla vígi, gegn valdatöku alþýðunnar, — að sama skapi reynir vit- .anlega 'verklýðsstéttin í bandalagi við millistéttir 141

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.