Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 19

Réttur - 01.02.1937, Side 19
ast án gagnráðstaíana, að blaðakostur flokksins lenti í óhirðu og niðurníðslu og yrði gagnslaus sem vopn í stéttabaráttunni, unz fyrir rúmum tveim árum, að skilningur flokksstjórnarinnar vaknaði aftur mitt í kreppunni, og blaðið var fengið í hendur ungum, áhugasömum kröftum. Tii merkis um það, hvernig tvö andstæð skaut myndast í verklýðshreyfingunni á þessum árum, er það, að um það bil sem nokkrum róttækustu, bezt menntu og tryggustu verklýðsforingjum er gert óvært innan Alþýðuflokksins, þá er höfuðumboð British Petroleum, eins magnaðasta erlends auð- valdsfyrirtækis í landinu, sameinað í einni persónu höfuðumboði stærsta verkamannafélagsins á land- inu, formannsembætti Dagsbrúnarfélagsins. Barátt- unni milli þessara tveggja skauta lyktaði svo, að British Petroleum hélt velli innan Alþýðuflokksins, en ýmsir þeir foringjar, sem framar öllu töldu sig ábyrga gagnvart verkalýðnum og hugsjón jafnað- arstefnunnar urðu að hrökklast úr flokknum. Með þessum forsendum er Kommúnistaflokkurinn stofn- aður 1930, og fylgdu honum að máli ýmsir beztu jafnaðarmenn vorir og stéttvísari hluti hins smá- vaknandi verkalýðs í landinu. Eins og gefur að skilja varð hinn ungi flokkur að þola hættulega barna- sjúkdóma. En þrátt fyrir þótt forusta hans lenti um skeið í hinni alvarlegustu hættu af starfsaðferðum sem einna helzt líktust rekstri Hvítasunnusafnaðar- ins, þá lækkaði fvlgi flokksins ekki iniður úr þrem þúsundum kjósenda, jafnvel ekki meðan sértrúar- aldan gekk sem hæst, kringum kosningarnar 1934. British Petroleum í Alþýðuflokknum hefir fengið því ráðið, að enn hefir ekki verið tekin ríkiseinka- sala á olíu, og beitti sér fyrir því, að Alþýðuflokk- urinn samþykkti á Alþingi 1935 mikla tollhækkun á benzíni, en gegn hinu, að benzínverð væri lækkað 147

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.