Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 21

Réttur - 01.02.1937, Side 21
íjöldafráhvarf frá Alþýðuflokknum, ósigur við næstu kosningar, frjálst svið fyrir fasismann. Það er einn maður í Alþýðuflokknum, sem getur e. t. v. gert flokknum meira gagn en nokkur maður annar, ef hann vill beita kröftum sínum óskiptum fyrir málstað verkalýðsins, gegn auðvaldinu. Þessi maður er Héðinn Valdimarsson. Hann hefir óefað ýmsa merkilega hæfileika til að bera sem verklýðs- fulltrúi, þó ekki væri nema þann, að hann er einn af þeim fáu, ef ekki sá eini maður í forustu Alþýðu- flokksins, sem hefir fræðilega þekkingu á kenningum jafnaðarstefnunnar, en slík þekking er óhjákvæmi- Jegur grundvöllur sigursællar markvísrar verklýðs- baráttu. Þeir sem kunnugir eru ferli hans frá upp- hafi, vita hve mjög snortinn hann var á unga aldri af hugsjón jafnaðarstefnunnar, hin ljósa og vel samda ritgerð hans um harðsvíruðustu glæpafélög auðvalds- ins, hringana, (Þróun auðmagnsins, prentuð í Skírni 1925), vitnar um ungan gáfumann með hreinan skjöld, sem þekkir óvin mannkynsins og svellur hug- ur í brjósti eins og Fáfnisbana að mega leggja fram krafta sína í návígi við þennan hatramlega dreka, þótt hinn kaldhæðni harmleikur lífsins hafi nú valið honum annað hlutskipti um skeið. En þótt Héðinn Valdimarsson telji sig nú fyrst og fremst ábyrgan gerða sinna gagnvart þeim óvini, sem hann hafði ung- ur strengt helgust heit um að berjast gegn, þá verð- ur aldrei af honum haft, að á ákveðnum augnablik- um í verklýðsbaráttunni hefir hann gleymt að taka tillit til B. P., hinir heiðu dagar æskunnar hafa vitj- að hans á ný, hann heíir allt í einu staðið í bardag- anum við hlið verkamannanna sjálfra, ekki sem um- boðsmaður hins hataða British Petroleum, heldur sem einn af þeim. Hollasta ráðið til að efla Héðinn Valdimarsson til verklýðsforingja í hinum raunveru- lega skilningi þess orðs, hjálpa honum til að sigrast

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.