Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 25

Réttur - 01.02.1937, Side 25
stað hvenær sem alvöru ber að höndum í baráttu verkalýðsins við auðvaldið eða frjálslyndra manna gegn afturhaldinu. Stærð flokksins og almennt kjör- fylgi hans útífrá þarf ekki að standa í réttu hlutfalli hvað við annað. Alþýðuflokkurinn er fyrst og' fremst jafnaðar- sinnaður fjöldaflokkur, hann er flokkur opinna gátta, án greinilegra landamerkja, og samkvæmt þeirri aðstöðu sinni hefir hann á hendi hið mikils- verða hlutverk að halda saman sem flestu alþýðu- fólki sitt úr hverri áttinni, misjöfnu að félagsþroska, vekja hjá því trúna á sinn eigin samtakamátt, kenna því eindrægni og flokksaga, annast hin daglegu úr- lausnarefni verklýðsfélaganna, beita áhrifum sínum til að herja út úr auðvaldinu allt sem hægt er af því að hafa með góðu eða illu verkalýðnum til handa, taka beinan þátt í ríkisstjórninni og annari opinberri ráðsmennsku í þeim tilgangi að notfæra hið borgara- lega ríkisverkfæri í þágu alþýðunnar eftir því sem fremstur er kostur hvar og hvenær sem færi gefst. Það er auðvelt að sýna fram á að allt þetta hefir Al- þýðuflokkur vor leitast við að ástunda, stundum með heilladrjúgum árangri, þótt þess á milli hafi stefnan oft réttlætt gagnrýni. En það er skylt að taka fram. að öll stai’fsemi frá vinstri, sem stefnir að því að rýra hið hlutræna gildi Alþýðuflokksins sem verklýðs- flokks og Alþýðusambandsins sérstaklega, í augum þjóðarinnar, er hættuleg, verklýðsfjandsamleg póli- tík. Flokkur óljósra landamerkja eins og Alþýðuflokk- urinn, hlýtur af eðlilegum ástæðum að vera í stöð- ugri hættu af eiginhagsmunabröskurum, stjórnmála- spákaupmönnum, sem eru á höttunum eftir hverju tækifæri til að komast í valdastöðu, hvað sem tautar, til þess að geta síðan góknað yfir sem mestum per- sónulegum fríðindum innan þjóðfélagsins. Vaxandi alþýðuflokkur er sannkallað draumaland fyrir slíka 153

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.