Réttur - 01.02.1937, Qupperneq 26
metnaðarmenn, ef þeim tekst að hreiðra þar um sig.
Vegna sinnar óhjákvæmilegu opingáttarstefnu stend-
ur Alþýðuflokkurinn miklu berskjaldaðri fyrir slík-
um mönnum en Kommúnistaflokkurinn. Sá mögu-
leiki er alltaf fyrir hendi, að Alþýðuflokkur, hvar
sem er, geti komizt undir leiðandi áhrif af þessu tagi.
Einn góðan veðurdag veit verkamaðurinn ekki fyrr
til en gerðar eru, með stuðningi opinberra trúnaðar-
manna hans, ráðstafanir, eða sett lagaáltvæði, sem
ganga beinlínis í berhögg við hann, hann horfir upp
á sín eigin flokksmálgögn drabbast niður fyrir
augunum á sér, eða jafnvel notuð sem vopn gegn
honum sjálfum, já, hann vaknar kannske einn morg-
un við það, að blaðið hans er farið að taka málstað
auðhringanna, en velja honum sjálfum hæðilegustu
orð. Á slíkum sorgartímum, þá er holt fyrir íslenzka
verkalýðinn, en þó kannske allra hollast fyrir ís-
lenzka Alþýðuflokkinn að fá að sannprófa, að til er
Kommúnistaflokkur í landinu.
í síðustu tilboðum sínum um sameiningu verklýðs-
flokkanna býður Alþýðuflokkurinn kommúnistum
inngöngu með því skilyrði, að ákveðnir menn verði
skildir eftir fyrir utan (Alþbl. 30. jan.). Maður fer
nærri um hverjir þeir menn muni vera. Á raunhæfu
máli þýðir tilboðið sama sem þetta: Ef Einar Olgeirs-
son verður eftir fyrir utan, þá mega hinir koma inn.
Ætti nú Kommúnistaflokkurinn að svara þessu í sama
tóni, mundi hann segja: Ef Héðni Valdimarssyni
verður hent út, þá erum við reiðubúnir að koma inm
Þetta er ekki sá tónn, sem einkennir verkamenn,
þegar þeir tala saman, enda þótt hver tilheyri sínum
flokki. Samningsumleitanir af þessu tagi mihna frem-
ur á tvo stigamenn, hvorn með sína skammbyssu fyr-
ir aftan bak, sem eru að semja um að gefa hvor öðr-
um líf, en hugsa þó fyrst og fremst um það, hvor
muni verða fyrri til að drepa hin'n.
Frumslcilyrði til „sameiningar verklýðsflokkanna“
154