Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 30

Réttur - 01.02.1937, Side 30
fyrst óbreyttur hermaSur, síðan deildarforingi. 1919 hóf hann útgáfu að friðarsinnuðu vikublaði í Ham- borg. Sama ár gerði prófessor Quidde (er síðar fékk friðarverðlaun) hann að ritara hjá þýzka friðai'fé- laginu í Berlín. Þar stofnaði hann hinn alþjóðlega félagsskap: „Aldrei framar stríð“. Samtímis starfaði hann við ýms borgaraleg en róttæk vinstrlflckka blöð og tímarit, m. a. ,,Tagebuch“. Hann sagði sig úr friðarfélaginu, því hann áleit pólitík þess óhentuga og misheppnaða, en í greinum sínum hélt hann áfram starfi fyrir friði og móti hernaðarstefnu. Sér- staklega vann hann að bættu samkomulagi milli Frakklands og Þýzkalands. Einn liður í starfsemi hans var að koma Þýzka- landi í Þjóðabandalagið, á jafnréttisgrundvelli. Það er starf, sem menn hæglega geta brosað að nú. En það var ekki broslegt kringum 1920 í Þýzkalandi, landi launmorðanna. 1921 voru þeir Gareis og Erz- berger myrtir, 1922 var Rathenau drepinn með hand- sprengju og gerð var tilraun að myrða Scheide- mann*). Bak við morðin stóð „svarta ríkisvarnar- Iiðið“, félagsskapur, sem nazisminn rekur upptök til, og stefna þess félagsskapar var: að endurreisa þýzka herinn, drepa „innanlandsvikarana" (og með því var í rauninni átt við alla forystumenn vinstri flokkanna) og koma fram- hefnd fyrir Versaillessamningana — þ. e. nýrri styrjöld. Innganga í Þjóðabandalagið, bi'æðralag milli Þýzkalands og Frakklands. Yfir þessu geta menn hrist höfuðið nú, og nefnt Ossietzky einfeldning og draumóramann. En lesi menn yfir aftur greinar hans frá þeim árum, þá verður niðurstaðan allt önnur. Hann bar ekki í brjósti neinar tálvonir um Þjóða- bandalagið. En honum var það hræðilega Ijóst, hver *) Af skiljanlegum ástæðum eru hér ekki talin morðin á Liebknecht og Rósu Luxemburg. Þýð. 158

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.