Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 32

Réttur - 01.02.1937, Síða 32
félögum. Ritið náði í tíð Ossietzkys um 20,000 ein- taka sölu; en með fullri vissu má staðhæfa, að les- endahópurinn hafi verið tíu sinnum stærri; og áhrif þess, bein og óbein, voru langt um meiri en þessar tölur gefa hugmynd um. ,,Weltbuhne“ var á þessum árum verulegt pólitískt og menningarlegt vald. Hún var hin vakandi samvizka í stjórnmálum Þýzkalands. Hvers vegna var hún það? Til þess liggja margar ástæður. Meðritstjórinn, Kurt Tucholsky, var t. d. einn bezti og ritsnjallasti blaðamaður Þjóðverja, lifandi af áhuga, heilt menn- ingarveldi einn sér — nei, einmitt ekki einn sér, því hann þurfti lifandi menningarumhverfi til að geta notið sín og hæfileika sinna. ,,Weltbuhne“ hafði skapað honum það umhverfi. Þegar hennar naut ekki lengur við, þvarr lífskraftur hans. Hann framdi sjálfsmorð í útlegðinni fyrir ári síðan. Það mætti nefna íleiri samstarfsmenn Ossietzkys. Er merkilegt að sjá, hvað margir af beztu rithöf- undum Þýzkalands hafa skrifað í hvern einstakan árgangs þessa fátæka tímarits, um hin djörfustu áhugamál sín. Minna mætti á áreiðanleik tímaritsins. Það stóð allt af í mestum hita hinnar stjórnmálalegu baráttu, sætti árásum frá báðum hliðum, hægri og vinstri, en eg get ekki munað að þau fimm ár, er eg las það vikulega, hafi nokkurn tíma tekizt að sanna, að það færi með fleipur eða ósannindi. En þýðingarmesta ástæðan, sem allar aðrar studd- ust við, var hin algerlega óháða aðstaða tímaritsins. Það var róttækt, en það tilheyrði engum flokki, engu félagi, engri klíku. Það rak ekki hagsmunaerindi neinna prívatmanna, og sjónarmið þess urðu ekki keypt, hvorki beinlínis né óbeinlínis. Persónugerving þessara eiginleika var Ossietzky. Hann kunni að meta andlegt frelsi, en hann vissi líka h'vað það kostaði. Og hann vissi nákvæmlega 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.