Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 33

Réttur - 01.02.1937, Side 33
hvaðan hættan stafaði. Hann afþakkaði undantekn- ingarlaust öll opinber boð, allar blaðamannaheim- sóknir og alla pólitíska hádegisverði, hélt sig utan við samkvæmislífið í hinum pólitíska heimi og lista- mannaheiminum — það samkvæmislíf, er hefir þann hættulega eiginleika að það bindur menn og skyld- ar, fyrr en menn svo að segja vita af. Hann umgekkst sem allra fæsta. En hjá því gat ekki farið, að margir sóttust eftir viðtölum við hinn hættulega ritstjóra ,,Weltbiihne“. í því tilliti hélt hann sig ófrávíkjanlega við eina reglu: Þeir urðu að koma til hans — og ekki heim til hans, heldur á ritstjórnarskrifstofuna. Þessar reglur voru ekki sérstaklega vel fallnar til að hefja mann í áliti. Þær miðuðu ekki að því, að g-era Ossietzky ,,pópúleran“. Það varð hann heldur ekki 1 venjulegri merkingu þess orðs. Eitt enn: Það höfðu ekki allir ritstjórarnir, sem notuðu ,,Weltbúhne“ fyrir heimild, á einn eða annan hátt, neinn sérstakan áhuga á því, að geta þeirrar heimildar. I stuttu máli: nafn Ossietzkys var ekki á allra vörum. Hann eignaðist enga frægð í líkingu við hnefaleikamenn eða filmstjörnur. Það var nánast sagt aðeins heiðarlegt fólk, sem þekkti hann. Hann var gersamlega óþekktur hjá íhaldsblöðun- um hér heima. Bara heiðarlegt fólk? Nú jæja, þýzku hermála- ráðherrana má víst telja nógu heiðarlegt fólk, á sína vísu. Minnsta kosti þekktu þeir hann. Þeir höfðu mjög nákvæmt auga með starfi hans. Og þeir höfðu gilda ástæðu til þess. Því hann fylgdist með þeirra starfsemi, og hafði fullgildar ástæður til þess, frá sínu pólitíska sjónarmiði. Önnur málsókn á hendur honum var hafin af hálfu hermálaráðuneytisins (sama var um þá fyrstu og eins hinar tvær síðari). 161

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.