Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 34

Réttur - 01.02.1937, Side 34
Launmorðin og hin pólitísku banatilræði hættu. ekki við morðin á Erzberger og Rathenau. Þau héldu áí'ram næstu ár. Samkvæmt opinberum skýrslum voru framin þessi ár fram til 1927 22 moi’ð eða morðtil- raunir við ýmsa menn, sem taldir voru ,,svikarar“ við þýzka ríkisvörn. Hin raunverulega tala var miklu hærri. Það var risin morðalda í Þýzkalandi, sem minnir þó í smærra stíl sé á sjálft flóðið nokkrum árum seinna, þegar Hitler brauzt til valda (það voru líka sömu öflin þar að verki). Að lokum kom til málsóknar. Liðsforingi einn, Schulz, var kallaður fyrir rétt sem aðalsakborningur. En hver maður vissi, að hann var ekkert annað en verkíæri. Þá birti Ossietzky í ,,Weltbiihne“ grein eftir Berthold Jacob (sama manninn og þýzka lög- reglan fyrir ári síðan tók fastan innan við landamæri Sviss, flutti til Þýzkalands en varð að láta aftur af hendi). í greininni — birt 22. marz 1927 — stóð* að Schulz hefði aðeins breytt eftir skipun frá yfir- mönnum sínum, og hinir eiginlegu glæpamenn sætu í æðstu stöðum í Reichswehr. Hermálaráðuneytið höfðaði mál. í fyrstu voru bæði Ossietzky og Jacob dæmdir til íangelsisvistar. Rétt á eftir var dómnum breytt í smávægilegar skaðabætur. Og — bæturnar voru felldar niður með náðunardómi, sem kom skömmu síðar. ,,Morðaldan“ rénaði inokkuð — um tíma — eftir þessi málaferli. En aðilarnir gleymdu ekki hvorir öðrum. Og sá dagur rann, að hermálaráðuneytinu þótti tækifærið komið til að hefna sín. Þri&ja staðhæfing: Ossietzky er landráðamaður.* ) *) Undir þessa staðhæfinpfu tók Morgunblaðið í framhleypní 162

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.