Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 36

Réttur - 01.02.1937, Side 36
Ráðuneytið lá all-lengi á greininni, áður en það ákvæði að höfða mál. Ákæran varð Jiefnilega að byggjast á því, að Ossietzky hefði „uppljóstrað hern- aðarlegum Ieyndarmálum“. En það var strax aug- Ijóst, ef málshöfðun færi fram, að þá yrði fyrst alvar- lega „uppljóstrað leyndarmálunum“. En löngunin til að koma fram hefnd á manninum sigraði að lokum alla gætni í málinu. Haustið 1931, eftir hálfs annars árs umhugsunarfrest, létu þeir háu herstjórnarar fara fram málsókn. Þá höfðu þeir sem sé fundið upp snjallræði — þeir ákærðu Ossietzky og Kreiser samkvæmt „njósnarlaga greininni“. Þeir tveir höfðu „njósnað“ í opinberlega aðgengileg skjöl og birt árangurinn almenningi í Þýzkalandi. Hermálastjómin náði tilgangi sínum. Hún komst hjá opinberum réttarhöldum. Það hafði enga þýð- ingu gagnvart þeim innvígðu erlendis, þar var mál- ið vel kunnugt, þar vissu menn fyrir löngu — fyrir raunverulega njósnarstarfsemi — marga hluti um þýzka vígbúnaðinn, sem Ossietzky á þessum tíma gat ekki haft hugboð um. Eini tilgangurinn með málsaðferðinni var að eyðileggja vörn Ossietskys og halda gangi málsins leyndum fyrir þýzku þjóðinni. Með því að ákæran var byggð á njósnarstarfsemi, máttu réttarhöldin ekki vera opinber — þar að auki varð dómurinn óáfrýjanlegur, þ. e. þurfti ekki rök- stuðnings, og það var refsivert landráðastarf að gagnrýna hann opinberlega. Það verður ekki dregið í efa, að herrarnir í her- málaráðuneytinu fóru kænlega að. Hitt er aftur spuming, hvað heiðarlegum aðferðum þeir beittu. Síðan var Ossietzky kallaður fyrir réttinn. Hann gat varla átt von á að eiga beinlínis vinusn að mæta í dómarasætinu. Hvað eftir annað hafði hann beint óþægilegum skeytum í „Weltbúhne“ að hinu þýzka réttarfari. Enginn hafði sterkar og á- hrifaríkar en hann ákært það hneyksli, að þýzka 164

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.