Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 41

Réttur - 01.02.1937, Síða 41
síðan neyddust til að leyfa ófalsað viðtal við Ossiet- zky, þá féll í mola á einu aug-nabliki allt það mikla erfiði, sem útbreiðsluráðuneytið hafði lagt á sig. Konrad Heiden, pólitískur sagnfræðingur, er ritað hefir æfisögu Hitlers, skrifaði fyrir tveim árum: „Ossietzky er sterkasti persónuleikinn, sem friðar- hugsjónin í Þýzkalandi hefir átt á seinni árum. En það eru fáir erlendis, sem vita um það; því að Ossiet- zky starfar, svívirtur og ofsóttur, í ættlandi sínu, og hirðir ekkert um álit sitt út á við í heiminum“. Þau tvö ár, sem síðan eru liðin, hefir hið volduga Þýzkaland haldið áfram stríðinu gegn einstaklingn- um Ossietzky. Árangurinn fram að þessu: hann hefir hlotið friðarverðlaun Nobels, og er orðinn mjög kunn- ur, líka erlendis. En hyggjum samt ekki, að stríðinu sé lokið. Það er miklu fremur hugsanlegt, að það sé einmitt nú komið á hættulegasta stigið. í annað skipti hefir þýzka ríkið gefið út „lex Ossietzky“. I þetta sinn eru það lög, sem leggja dauðarefsingu við því, að Þjóðverji geymi fé erlendis. Samtímis eru daglega sendar út mótsagna- fullar fregnir um líkamlegt og andlegt ástand Ossiet- skys. Vér getum aðeins fullyrt eitt: að meira og mi ina leyti eru fregnir þessar lygakenndar, og á einn eða annan hátt eru þær liðir í glæpsamlegum áformum. Hver þau áform eru, vitum vér ekki. En til varnar þeim verður hinn menntaði heimur, er svo vill enn teljast, að setja fram eina kröfu: Vér heimtum Ossiet- sky út úr Þýzkalandi. Kristinn E. Andrésson þýddi.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.