Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 42

Réttur - 01.02.1937, Síða 42
Hversvegna lýöræði? Eftir Halldór Kiljan Laxness. Lýðvæði er bezt þar, sem lýðurinn hefir ekki að- eins aðstöðu til að halda á málum sínum, heldur kann einnig að ráða þeim til lykta sér í hag. Nú er það augljóst mál, að lágt stæðum lýð, sem hefir lifaö undir liarðstjóm, sviftur tækifæri til að þroska skiln- ing sinn, verður ekki láð, þótt honum fatist að halda á málum sínum sér í hag. En ef slíkur lýður á sér- stakt oddalið, t. d. sósíalistiskan verklýðsflokk, sem kann skil á þeim stjórnaraðferðum, sem miðaðar ei-u við velferð hans, og ef þetta oddalið hefir aflað sér slíks trúnaðartrausts hjá lýðnum með afrekum sínum í þágu hans, að hann starfar í meira eða minna skilningsríku samræmi við það, þá er hér óefað um meira raunverulegt lýðræði að ræða, en t. d. í löndurn þar sem lýðurinn er svo fákænn og forustulaus, að hann notar kosningarrétt sinn til þess að veita fjand- mönnum sínum umboðsvald og kjósa þá í trúnaðar- stöður, eins og algengt er í löndum borgaralegs lýð- ræðis, m. a. hér á landi. — Fyrst þegar konur fengu kosningarrétt á Spáni, þá hlíttu alþýðukonur fortöl- um skriftafeðra sinna og hrúguðu atkvæðum sínum á frambjóðendur kaþólskra og afturhaldsflokkanna, þeirra, sem frá upphafi höfðu barizt með hnúum og hnefum gegn því, að konum yrði veittur kosningar- réttur. Frá mönnum, sem annars aðhyllast frjálslyndi og jafnaðarstefnu, heyrast stundum þær raddir, að dýrustu gjafir lýðræðisins, til dæmis skoðana- frelsi, megi ekki fyrir nokkurn mun takmarka í lýð- ræðislandi, hvað sem á dynur, jafnvel þótt upp rísi flokkar, sem taka að berjast með áhrifaríkustu vopn- um fyrir þeim skoðunum, að lýðræðið skuli afnumið og þeir stjórnmálamenn og hugsuðir, sem þjóna lýð- ræðinu reknir í útlegð, kastað í myrkrastofu eða 170

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.