Réttur


Réttur - 01.02.1937, Side 43

Réttur - 01.02.1937, Side 43
höggnir. Mér virðist að þeir, sem aðhyllast slíkt ,,skoðanafrelsi“ séu hættulegir ,,verndarar“ lýðræð- isins. Eg sé ekki betur en inntak slíkra skoðana sé það, að lýðræðið eigi ekki að vera lýðsins vegna, heldur lýðræðisins vegna, — unz óvinir þess hafa hrundið því. Hinsvegar virðist út frá heilbrigðri skynsemi erfitt að koma auga á nokkra ástæðu til að aðhyllast lýðræði, ef ekki lýðsins vegna. Frá heil- brigðu, skynsamlegu sjónarmiði virðast eðlisrök lýð- ræðisins vera þess: Lýðræði — ekki vegna lýðræðis- ins, heldur vegna lýðsins í landinu. Ef lýðræðið telur sjálfsagt, að féndum lýðsins sé veitt óskert albogarúm til að nota það til baráttu fyrir því, að lýðurinn sé sviftur öllum réttindum og forráðum, m. ö. o. ef lýðræðið er látið verða að vophi í höndum þeirra, sem vilja afnema það, þá er „lýð- ræðið“ orðið afneitun á sjálfu sér, þá er það gengið í lið með sínum eigin óvinum, á móti lýðnum. Vitaskuld er afstaða lýðræðisins sú til skoðana, að hverjum manni sé heimilt að hafa sína skoðun, engu síður þótt hann haldi því fram, að það eigi til dæmis að myrða öll ungbörn innan þriggja ára aldurs. En eigi lýðræðið að vera trútt lýðnum, þá getur það ekki leyft hverjum manni óhindrað að hefja virka baráttu fyrir skoðun sinni, jafnvel þótt hún fari ekki í bága við refsilöggjöfina. Setjum svo, að það rísi upp stjórnmálaflokkur hér á landi, sem hafi á stefnuskrá sinni að loka 'nokkuð hárri hundraðstölu af mennta- stofnunum, en koma í staðinn upp skóla fyrir böðla, þar sem böðlum sé m. a. kent að hálshöggva menn með handöxli o. þvl. Skoðun af þessu tagi mundi t. d. ekki fara í bága við refsilöggjöfina. Setjum svo, að annað höfuðatriði á stefnuskrá þessa flokks sé það, að þegar flokkurinn sé kominn til valda, þá eigi að höggva með handöxi sem flesta áberandi menn, sem aðhyllast lýðræði. Slíkir flokkar hafa risið upp i öðrum löndum á seinustu árum, og unnið sér fylgi í 171

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.