Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 46

Réttur - 01.02.1937, Síða 46
— Hvað ætli sé hægt að gera fyrir mig nú? hugs- aði ungi maðurinn. Eg átti aðeins eina ósk: að sleppa, svo eg yrði ekki barinn af ykkur, svo þið fengjuð ekki að sparka í mig og hrækja framan i mig. Þess vegna stökk eg út um gluggann. Ætli hann haldi að eg hafi stokkið út um gluggann að gamni mínu? — Kannski þér viljið sjá móður yðar áður en þér deyið? Deyja! Hvaða rétt hefir þessi maður til að tala um dauðann við mig. Það er eg, sem á að deyja. Það er einkamál mitt. Það er svívirðilegt af honum að vera að tilkynna mér, að eg sé að deyja. Hann á ekki sjálfur að deyja, hann fer bráðum heim til sín, til konu sinnar og barna, étur sig saddan og drekkur sig kannski fullan með félögum sínum, án þess að hugsa nokkuð um það, að eitt fórnardýr þeirra er að deyja. Auðvitað langar mig til að sjá mömmu mína, en það býr eitthvað undir þessu tilboði hans. Unglingurinn leit á embættismanninn og hneigði þögull höfuðið til samþykkis. — Eg er þegar búinn að senda eftir móður yðar, hún kemur bráðum. En þér verðið að svara einni spurningu áður: Hver fékk yður flugmiðana? Þetta bjó þá undir hinu vingjarnlega tilboði. Þetta! Honum lá við að selja upp af viðbjóði. Fyrst höfðu þessir menn keílað hann svo hann gæti ekki hljóðað. Nú átti hann að hljóða. Kalla nafn félaga sinna, svíkja þá svo böðlarnir gætu farið eins með þá og hann. Og nú var hann að deyja. — Eg segi það aldrei. — Hugsið þér um móður yðar. Ungi maðurinn horfði á himinfestinguna, sem gluggagrindurnar afskræmdu. Ekkert orð kom yfir varir hans. Hann lifði ennþá í fjórar klukkustundir. Á fjórum klukkustundum er hægt að spyrja margra spurn- 174

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.