Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 47

Réttur - 01.02.1937, Page 47
ifiga; þó ekki sé spurt nema einnar spurningar þriðju hverja mínútu verða það áttatíu spurningar. Embætt- ismaðurinn var duglegur embættismaður og kunni sitt verk. Hann hafði oft spurt marga, líka deyjandi menn. Það er um að gera að nota hina réttu aðferð við spurningarnar. Stundum er áhrifamest að öskra, stundum að hvísla, einn meðgengur ef honum er hót- að, annar ef honum er lofað góðu. — Það er bara sjálfs þín vegna að eg spyr, sagði embættismaðurinn. En ungi maðurinn heyrði hvorki öskur eða hvísl lengur. Hann var dáinn — þegjandi. Næsta dag stóð þessi klausa í blöðunum : Þegar embættismaður þýzku ríkislögreglunnar ætlaði að taka fastan verkamanninn T., sem uppvís var að því að dreifa út byltingarsinnuðum flugritum, kastaði pilturinn sér út um gluggann á íbúð sinni á þriðju hæð: mjaðmargrind hans brotnaði við fallið og eftir tveggja daga Iegu andaðist hann í lögreglu- klefa sjúkrahússins. Hd. St. þýddi. VÍÐSJÁ. Lítill atburður — mikið moldviðri. Um mánaðamótin nóvember—desember fyrra árs, á meðan borgarastyrjöldin á Spáni stóð sem hæst, hurfu skyndilega Spánarfréttirnar úr dálkum dag- blaðanna. Um vikutíma að minnsta kosti var allri athygli lesenda hinna borgaralegu blaða beint frá aðalatriðunum — beint að fremur þýðingarlitlu, en fyrir hinn smáborgaralega smekk mjög svo kitlandi íhugunarefni: kvonfangsmáli Játvarðar VIII. Breta- konungs. í Englandi, og raunar víðar um lönd, voru blaða- 175

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.