Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 51

Réttur - 01.02.1937, Page 51
— Af þessu öllu má draga þýðingarmikla ályktum Fram til þessa hefir Nankingstjórnin hamlað eftir megni sjálfstæðisbaráttu kínversku þjóðarinnar og komið fram sem leiksoppur í hendi erlendra stór- velda, jafnvel látið Japan ræna sig andstöðulaust hverju fylkinu eftir annað. Þessi röggsamlega fram- koma stjórnarinnar sýnir, að sjálfstæðishreyfingin, þjóðfylkingarhreyfingin, er orðin of sterk til þess að stjórnin treystist til að setja sig upp á móti henni. Og einmitt styrkur þessarar hreyfingar, sem kom svo. greinilega fram við þetta tækifæri, hamlaði því, að Tsjang Hsue Liang og húsbændur hans gætu kom- ið fram fyrirætlunum sínum. Uppreisnarforinginn sá, að með tilliti til hins ákveðna andjapanska baráttu- vilja þjóðarinnar, gat hann ekki vænzt þess stuðn- ings innan Iands, er gerði honum fært að leggja út i borgarastyrjöld. Sjálfstæðisvitund kínversku þjóð- arinnar virðist nú komin á það stig, að slíkt myndi haí'a orðið til þess að sameina hana að fullu til end- anlegrar sóknar á hendur japönsku drottinstefnunni. Málalok þessi eru ótvíræður sigur fyrir þjóðfylk- igarpólitík kínverska Kommúnistaflokksins og Sovét- fylkjanna, sem undanfarið hafa unnið að því með óþreytandi elju að sameina þjóðina um kjörorðin: Aflýsing borgarastríðsins gegn Sovétfylkjunum, sköpun allsherjarherliðs til baráttu gegn japönsku innrásinni, myndun þjóðlegrar lýðræðisstjórnar til verndunar frelsi landsins. Hin mikla þjóð er að vakna. Hún krefst þess af afturhaldsseggnum Tsjang Kai Shek, að hann hætti hinni blóðugu herferð sinni gegn kommúnistunum og Sovétfylkjunum, hinum raunverulegu verjendum sjálfstæðisins, en beini vopnunum gegn japönsku drottinstefnunni, sem býst til að ræna þjóðina frelsi og sjálfstæði. Talandi tákn um vald þessarar nýju sjálfstæðisöldu er það, að Nankingstjórnin hefir ekki treystst til að gerast aðili að hinu svokallaða 179

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.