Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 52

Réttur - 01.02.1937, Page 52
„bandalagi gegn Alþjóðasambandi kommúnista“, Þýzkalands og Japans, sem er í rauninni ekki annað en dulbúið hernaðarbandalag gegn Sovétríkjunum. Stjórnarskrá frelsisins. Þann 5. des. síðastliðinn var hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna samþykkt og lögfest af 8. sovétþing- inu í Moskva. Stjórnarskrá þessi er fram komin í tilefni af þeim breyttu aðstæðum, sem nú eru sköpuð í Sovétríkj- unura, aðstæðum, sem fyrst og fremst einkennast af því, að auðvaldinu hefir nú að fullu verið útrýmt sem félagsskipulagi, auðmönnum sem stétt. Iðnaður Sovétríkjanna er nú í heild sinni rekinn í sósíalist- isku formi og landbúnaðurinn að lang-mestu leyti með samyrkjusniði. Og þó að enn séu eftir nokkrar leifar af handiðnarrekstri og einkahokri, þá er þó nu svo komið, að enginn sá atvinnurekstur er til, þar sem einum manni leyfist að auðgast af vinnu a n n - a r r a . í samræmi við þessar nýju aðstæður, getur stjórn- arskrá Sovétríkjanna leyft sér að lýsa yfir hinu full- komnasta lýðræði sem þekkist í nokkru landi og nokkru sinni hefir þekkzt í sögu mannkynsins. Það er hið sósíalistiska lýðræði, sem er ekki lengur skrípa- mynd lýðræðisins, eins og hið borgaralega lýðræði er í mörgum greinum. Öll þau lýðræðisréttindi, sem stjórnarskrár hinna borgaralegu lýðræðislanda hafa lýst yfir, eru tekin upp í þessa stjórnarskrá Sovét- ríkjanna, og skal ekki fjölyrt um það frekar á þess- um stað. En hin sósíalistiska stjórnarskrá gengur margfalt lengra: Hún lýsir yfir allsherjareignar- rétti hins vinnandi fólks á öllum verðmætum þjóð- félagsins, öllum framleiðslutækjum og öllum af- rakstri vinnunnar. Hún lýsir yfir rétti a 11 r a til vinnu, hvíldar og menntunar, hún lögfestir fullkomn- ar sjúkra-, elli- og örorkutryggingar. (Atvinnuleys- 180

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.