Réttur


Réttur - 01.02.1937, Page 53

Réttur - 01.02.1937, Page 53
istryggingar eru ekki til af þeirri einföldu ástæðu, að atvinnuleysi þekkist ekki lengur í Sovétríkjunum og getur ekki komið upp, meðan þessi stjórnarskrá er í gildi, því að slíkt væri stjórnarskrárbrot). Eitt er enn eftirtektarvert og nýstárlegt um þessa stjórnarskrá fólksréttindanna: Fólkið hefir sjálft gefið hana sjálfu sér, en ekki hlotið hana fyrir náð einhvers kóngs eða keisara eða kúgandi yfirstéttar. Stjórnarskrárfrumvarpið hafði um sex mánaða skeið verið rætt af allri þjóðinni, í hverju þorpi, hverju samyrkjubúi, hverri verksmiðju, sérhverju verklýðs- eða menningarfélagi. Sérhver þegn ríkisins hafði rétt til að leggja fram breytingar- og viðaukatillög- ur, enda voru þær lagðar fram hundruðum saman og íjölmargar teknar til greina af sovétþinginu. Á meðan auðvaldsstéttin beitir fyrir sig fasisman- um í þeim tilgangi að aí'nema lýðræðið í hverju land- inu af öðru, af því að hún er ekki lengur fær um að halda uppi kúgun sinni og arðráni með hinum gömlu lýðræðisaðferðum — á meðan íullkomna Sovétríkin sitt lýðræði og færa það langt út fyrir takmörk hins fullkomnasta borgaralega lýðræðis. Menn ættu ekki að þurfa skýlausari sönnun fyrir yfirburðum sósíalismans. Málaferlin í Moskva. Þann 23. jan. hófst í Moskva framhald þeirra málaferla, sem fram fóru í haust gegn gagnbylting- arhópi þeirra Trotzkys, Sinovjeffs og Kameneffs. Að þessu sinni var það ,,varamiðstöðin“, sem dregin var fyrir lög og dóm, og hafði komizt upp um hana fyrir uppljóstanir þeirra félaga í haust. í varamiðstöð þessari störfuðu Radek, Pjatakoff, Sokolnikoff og 14 aðrir, og játuðu þeir á sig að hafa skipulagt skemmdarstarfsemi innan Sovétríkjanna, haft á hendi njósnarstarfsemi fyrir erlend ríki og auk þess unnið að því að veikja hervarnir Sovétríkjanna í 181

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.