Réttur


Réttur - 01.02.1937, Síða 59

Réttur - 01.02.1937, Síða 59
¥onbfigði André Gides. Cftir Kristinn E. Andrésson. Miklum deiium hefir valdið bæklingur, er André Gide, franska skáldið fræga, ritáði nýlega um Sovét- ríkin. Gide snerist fyrir nokkrum árum til fullkom- 1 innar trúar á kommúnisma og hið nýja upphaf hans í Sovétríkjunum. Hann gekk í hóp hinna byltingarsinn- uðu rithöfunda, eignaðist nýjan eldmóð, nýja fagn- andi gleði í skáldskap sinn og starf sitt. í sumar * Jieimsótti hann Maxim Gorki, er hann lá banaleguna, hélt ræðu á Rauða torginu við útför hans, talaði af leiftrandi hrifningu um hið nýja frelsi rithöfundanna 1 Sovétríkjunum. Síðan ferðaðist hann um landið, fagnandi, ýmist 'hlæjandi eða grátandi af hrifningu, segja Rússar. Við burtför sína sendi hann kveðju til rússnesku þjóðarinnar, þar sem hann lýsir hrifningu sinni yfir ríki „hins sigursæla sósíalisma", og óskar því allra heilla. Skömmu eftir að heim til Frakklands kemur, skrif- ar hann bæklinginn, sem síðan hefir staðið styr um, og m. a. hafa verið teknar úr samhengislausar til- vitnanir í Morgunblaðinu og Nýja Dagblaðinu. í þessum bæklingi kveður allmjög við annan tón hjá Gide en þann tíma, er hann dvaldi í Rússlandi. Að vísu er í bókinni margskonar lof um Sovétríkin, full- komin viðurkenning á því, að hinar stórfenglegustu framkvæmdir eigi sér þar stað, að atvinnuleysinu hafi algerlega verið útrýmt, að ekki þekkist þar fram- ar neitt arðrán. En André Gide vaxa ekki þeir hlutir í augum. Hins vegar hneykslast hann á því, að enn skuli vera að hitta fátæka menn í Sovétríkjumum. Því , svarar formaður alþjóðafélags Sovétvina, Fernald Grenier, í svarbæklingi til André Gide á þessa leið: „Hvernig gat hann búizt við, að land, sem er 40 sinn- um stærra en Frakkland, með 170 milljón íbúa, sem fyrir 20 árum lifðu við miðaldakjör, hafi á tæpum 19 187

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.